Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi 14. júlí 2009 10:50 Mynd/AP Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent