Viðskipti innlent

Atvinnuleysi á niðurleið

Þýskaland Evrópa
Þýskaland Evrópa

Skráð atvinnuleysi í júní 2009 var 8,1 prósent eða að meðaltali 14.091 manns. Atvinnuleysi hefur dregist saman um 3,5 prósentustig að meðaltali frá því í maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1 prósent eða 1.842 manns. Atvinnuleysi var meira meðal karla en 8.484 karlar voru atvinnulausir í síðasta mánuði en 5.607 konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.

Í Hagsjá Landsbankans segir að hluti af þessari lækkun atvinnuleysis skýrist af árstíðarsveiflu. Vegna hennar eykst áætlað vinnuafl í júní um rúma 6.700 einstaklinga. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi reyndist vera um 8,5 prósent í júní og er því svipað og í maímánuði.

Jafnframt kemur fram að atvinnuleysi sé jafnan minna í júní og júlí vegna árstíðarsveiflu. Líklegt er því að atvinnulausum fjölgi á ný í haust. Þess skal þó getið að mörg þessara starfa eru ýmis sérstök tímabundin störf og vinnumarkaðstengd úrræði. Flest laus störf voru meðal ósérhæfðs starfsfólks, í sölu- og afgreiðslustörf.

Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum 12,1 prósent og á höfuðborgarsvæðinu 9,3 prósent. Það er hins vegar minnst á Vestfjörðum 1,8 prósent og Norðurlandi vestra 2,2 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×