Fleiri fréttir Þorsteinn Már Baldvinsson greiðir mest á Norðurlandi eystra Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður á Akureyri greiddi hæst opinber gjöld allra á Norðurlandi eystra á síðasta ári. Hann greiddi tæpar 170 milljónir í skatt. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, kemur á eftir honum með rúmar 33 milljónir. Þar á eftir kemur Erna Björnsdóttir. 30.7.2009 10:25 Helga Guðmundsdóttir greiðir hæst gjöld í Reykjanesumdæmi Helga S. Guðmundsdóttir greiðir hæst opinber gjöld allra í Reykjanesumdæmi. Hún greiðir tæpar 116 milljónir í skatta. Á eftir henni kemur Þorsteinn Hjaltested með rúmar 77 milljónir. Þar á eftir kemur Magnús Jónsson í Garðabæ með 62 milljónir. 30.7.2009 10:19 Jón Þór greiddi hæst gjöldin á Vesturlandi Jón Þór Þorgeirsson greiddi hæstan tekju- og fjármagnstekjuskatt allra á Vesturlandi í fyrra en hann greiddi tæpar 17 milljónir króna í tekju- og fjármagnstekjuskatt. Á eftir honum kemur Jóhanna Sigurðardóttir í Dalabyggð en hún greiddi tæpar 15 milljónir. Þar á eftir kemur Ragnheiður Jónasdóttir með rúmar 12 milljónir. 30.7.2009 09:38 Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,1% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í júní 2009 var 169,9 stig og hækkaði um 1,1% frá maí 2009. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 217,6 stig, sem er hækkun um 0,7% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 169,2 stig, hækkaði um 2,7%. 30.7.2009 09:30 Hreiðar Már er skattakóngur í Reykjavík Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, greiddi hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík í fyrra, rúmar 157 milljónir króna. Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans er í öðru sæti með rúmar 99 milljónir króna. Aimée Einarsson er í þriðja sæti með tæpar 76 milljónir króna. 30.7.2009 09:26 Þór Magnússon greiddi hæstu gjöldin á Vestfjörðum Þór Magnússon útgerðarmaður á Tálknafirði greiddi hæst opinber gjöld allra Vestfirðinga í fyrra Hann greiddi tæpar 22 milljónir króna í skatta. Annar útgerðarmaður, Ragnar Kristinsson á Ísafirði er í öðru sæti mrð ríflega 16,6 milljónir. 30.7.2009 09:20 Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no. 30.7.2009 09:20 Friðrik Guðmundsson skattakóngur á Suðurlandi Friðrik Guðmundsson Ölfushreppi er skattakóngur ársins 2008 á Suðurlandi. Hann greiddi tæpar 20 milljónir í opinber gjöld. Á eftir honum kemur Jón Sigurðsson Bláskógarbyggð með rúmar 17 milljónir. Því næst kemur Hjörleifur Brynjólfsson Ölfushreppi með 51 milljónir. 30.7.2009 09:13 Elínborg Jónsdóttir er skattakóngur Vestmannaeyja Elínborg Jónsdóttir, Hraunslóð 2 er skattakóngur Vestmannaeyja og borgar 33,7 milljónir kr. í skatta vegna síðasta árs. 30.7.2009 08:48 Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. 30.7.2009 08:14 Icelandic Glacial semur við AirTran í Bandaríkjunum Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, og bandaríska flugfélagið AirTran Airways hafa gert með sér samning þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði á boðstólum í öllum vélum félagsins. 30.7.2009 08:07 AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 29.7.2009 20:00 Icelandair hækkar um 4,8% Hlutir í Icelandair hækkuðu um 4,8% í kauphöllinni í dag. Hinsvegar lækkaði Bakkavör um 1,4% og Össur lækkaði um 0,45%. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og stendur í 742 stigum. 29.7.2009 15:52 Alcan á Íslandi er skuldlaust félag Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun um skuldastöðu álfyrirtækja vill Alcan á Íslandi hf. koma því á framfæri að fyrirtækið greiddi upp allar sínar skuldir við móðurfélagið um mitt síðasta ár. 29.7.2009 13:55 Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. 29.7.2009 13:43 Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk. 29.7.2009 12:30 Mikil tækifæri á alþjóðlegum lyfjamarkaði Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, mun Róbert Wessman taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. Róbert segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri. 29.7.2009 12:12 Lán frá Noregi háð samþykki AGS á efnahagsáætlun Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands. 29.7.2009 12:06 Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 100 punkta á undanförnum tveimur vikum. Það stóð í 660 punktum um miðjan mánuðinn en er komið niður í 556 punkta í dag samkvæmt CMAdatavision. 29.7.2009 11:05 Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29.7.2009 10:41 Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. 29.7.2009 10:07 Skíðaskálaviðskiptum hugsanlega rift Skiptastjóri þrotabús Baugs Group, Erlendur Gíslason, er að skoða hvort það séu forsendur fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ágeirs Jóhannessonar, á frönskum skíðaskála. 29.7.2009 09:59 Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi. 29.7.2009 09:30 CCP hf. frestar greiðslum á víxlum upp á 1,2 milljarða CCP hf., sem rekur tölvuleikinn Eve Online, hefur frestað greiðslu af víxlaflokki upp á 1.23 milljarða kr. fram í október en víxlarnir voru á gjalddaga í vikunni. 29.7.2009 09:20 Nákvæm spá um verðbólguna Greining Íslandsbanka spáði nákvæmlega fyrir um hve ársverðbólgan yrði í júlí, eða 11,3%. Aðrir greinendur voru með spár á svipuðu róli og verðbólgumælingin í morgun. 29.7.2009 09:12 Ársverðbólgan mælist nú 11,3% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní. 29.7.2009 09:01 Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. 29.7.2009 08:10 Íslendingar svartsýnir og kvíða vetrinum Tiltrú Íslendinga á efnahagsaðstæðum og atvinnumálum lands og þjóðar er ekki mikil um þessar mundir. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni, í janúar síðastliðnum, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir júlí mánuð. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 28.7.2009 16:49 Skuldabréfavelta nam tæpum 11 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmum 10,7 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan stendur í 742,7 stigum og lækkaði hún um 0,32% í dag. Bakkavör lækkaði um 2,74%, Össur lækkaði um 1,75% og Marel lækkaði um 0,39%. 28.7.2009 16:38 Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. 28.7.2009 14:35 Icelandair semur við Rússa Icelandair og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um tækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757 farþegaþotna, sömu gerðar og Icelandair flýgur. 28.7.2009 13:47 Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz. 28.7.2009 13:32 Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja margfalt lakari en erlendra Samanburður á arðsemi íslenskra orkufyrirtækja og orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum bendir til að hún sé margfalt lakari hér á landi. Á því tímabili sem skoðað var, árin 2000-2006/8, var arðsemi af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu og dreifingu eftir skatta í námunda við 10,8% í Bandaríkjunum og um 7% í Evrópu en einungis um 2,4% á Íslandi. 28.7.2009 12:58 Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið. 28.7.2009 12:58 Íslendingar draga verulega úr utanlandsferðum Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í júní mánuði síðastliðnum en í sama mánuði fyrir ári síðan nam þessi fjöldi 35 þúsund og hafa brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í júní því dregist saman um 23% á milli ára. 28.7.2009 12:13 Segir krónuna hafa náð tímabundnu jafnvægi Krónan virðist nú hafa náð tímabundnu jafnvægi á stað þar sem verðgildi hennar er afar lágt sögulega séð. Raungengi krónunnar hefur aldrei verið jafnt lágt og nú og ljóst er að fyrir efnahag fyrirtækja og heimila í landinu þá eru þetta ekki ákjósanlegur staður fyrir krónuna. 28.7.2009 12:08 Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. 28.7.2009 11:59 U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr. 28.7.2009 11:23 Valitor fylgist með rannsókn á stuldi á kreditkortanúmerum Valitor fylgist með rannsókn sem nú stendur yfir á stuldi á yfir hálfri milljón kreditkortanúmera hjá þjónustufyrirtækinu Network Solutions í Bandaríkjunum. Þórður Jónsson hjá Valitor segir að enn sem komið er bendi ekkert til að Íslendingar hafi lent í því að kortanúmeri þeirra hafi verið stolið. 28.7.2009 10:36 Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. 28.7.2009 10:06 Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 36 milljarða í júní Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.300 milljarða kr. í lok júní og hækkuðu um 36,3 milljarða kr. í mánuðinum. 28.7.2009 09:53 Yfir hálfri milljón kreditkortanúmera var stolið Hafir þú átt kreditkortaviðskipti við netverslanir í Bandaríkjunum frá því 12. mars og fram til 8. júní í ár borgar sig að fylgjast vel með færslum á kortinu þínu. 28.7.2009 09:43 Ríkisbréf tvöfaldast milli ára Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 28.7.2009 09:16 Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku. 28.7.2009 08:46 Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr. 28.7.2009 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þorsteinn Már Baldvinsson greiðir mest á Norðurlandi eystra Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður á Akureyri greiddi hæst opinber gjöld allra á Norðurlandi eystra á síðasta ári. Hann greiddi tæpar 170 milljónir í skatt. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, kemur á eftir honum með rúmar 33 milljónir. Þar á eftir kemur Erna Björnsdóttir. 30.7.2009 10:25
Helga Guðmundsdóttir greiðir hæst gjöld í Reykjanesumdæmi Helga S. Guðmundsdóttir greiðir hæst opinber gjöld allra í Reykjanesumdæmi. Hún greiðir tæpar 116 milljónir í skatta. Á eftir henni kemur Þorsteinn Hjaltested með rúmar 77 milljónir. Þar á eftir kemur Magnús Jónsson í Garðabæ með 62 milljónir. 30.7.2009 10:19
Jón Þór greiddi hæst gjöldin á Vesturlandi Jón Þór Þorgeirsson greiddi hæstan tekju- og fjármagnstekjuskatt allra á Vesturlandi í fyrra en hann greiddi tæpar 17 milljónir króna í tekju- og fjármagnstekjuskatt. Á eftir honum kemur Jóhanna Sigurðardóttir í Dalabyggð en hún greiddi tæpar 15 milljónir. Þar á eftir kemur Ragnheiður Jónasdóttir með rúmar 12 milljónir. 30.7.2009 09:38
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,1% milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í júní 2009 var 169,9 stig og hækkaði um 1,1% frá maí 2009. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 217,6 stig, sem er hækkun um 0,7% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 169,2 stig, hækkaði um 2,7%. 30.7.2009 09:30
Hreiðar Már er skattakóngur í Reykjavík Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, greiddi hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík í fyrra, rúmar 157 milljónir króna. Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans er í öðru sæti með rúmar 99 milljónir króna. Aimée Einarsson er í þriðja sæti með tæpar 76 milljónir króna. 30.7.2009 09:26
Þór Magnússon greiddi hæstu gjöldin á Vestfjörðum Þór Magnússon útgerðarmaður á Tálknafirði greiddi hæst opinber gjöld allra Vestfirðinga í fyrra Hann greiddi tæpar 22 milljónir króna í skatta. Annar útgerðarmaður, Ragnar Kristinsson á Ísafirði er í öðru sæti mrð ríflega 16,6 milljónir. 30.7.2009 09:20
Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no. 30.7.2009 09:20
Friðrik Guðmundsson skattakóngur á Suðurlandi Friðrik Guðmundsson Ölfushreppi er skattakóngur ársins 2008 á Suðurlandi. Hann greiddi tæpar 20 milljónir í opinber gjöld. Á eftir honum kemur Jón Sigurðsson Bláskógarbyggð með rúmar 17 milljónir. Því næst kemur Hjörleifur Brynjólfsson Ölfushreppi með 51 milljónir. 30.7.2009 09:13
Elínborg Jónsdóttir er skattakóngur Vestmannaeyja Elínborg Jónsdóttir, Hraunslóð 2 er skattakóngur Vestmannaeyja og borgar 33,7 milljónir kr. í skatta vegna síðasta árs. 30.7.2009 08:48
Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. 30.7.2009 08:14
Icelandic Glacial semur við AirTran í Bandaríkjunum Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, og bandaríska flugfélagið AirTran Airways hafa gert með sér samning þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði á boðstólum í öllum vélum félagsins. 30.7.2009 08:07
AGS: Fordæmislausar ráðstafanir til hjálpar fátækum ríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til með að gera fordæmislausar ráðstafanir til að hjálpa fátækum ríkjum að takast á við samdrátt efnahagslífsins, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 29.7.2009 20:00
Icelandair hækkar um 4,8% Hlutir í Icelandair hækkuðu um 4,8% í kauphöllinni í dag. Hinsvegar lækkaði Bakkavör um 1,4% og Össur lækkaði um 0,45%. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og stendur í 742 stigum. 29.7.2009 15:52
Alcan á Íslandi er skuldlaust félag Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun um skuldastöðu álfyrirtækja vill Alcan á Íslandi hf. koma því á framfæri að fyrirtækið greiddi upp allar sínar skuldir við móðurfélagið um mitt síðasta ár. 29.7.2009 13:55
Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. 29.7.2009 13:43
Segir stöðu Íslands mun betri en hún virðist vera Staða Íslands er mun betri en virðist í fyrstu sýn. Þetta segir blaðamaður The Daily Telegraph og furðar sig á því hvers vegna matsfyrirtækin færa Ísland í ruslflokk. 29.7.2009 12:30
Mikil tækifæri á alþjóðlegum lyfjamarkaði Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, mun Róbert Wessman taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. Róbert segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri. 29.7.2009 12:12
Lán frá Noregi háð samþykki AGS á efnahagsáætlun Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands. 29.7.2009 12:06
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 100 punkta á undanförnum tveimur vikum. Það stóð í 660 punktum um miðjan mánuðinn en er komið niður í 556 punkta í dag samkvæmt CMAdatavision. 29.7.2009 11:05
Verður stjórnarformaður bandarisks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman verður starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. 29.7.2009 10:41
Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. 29.7.2009 10:07
Skíðaskálaviðskiptum hugsanlega rift Skiptastjóri þrotabús Baugs Group, Erlendur Gíslason, er að skoða hvort það séu forsendur fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ágeirs Jóhannessonar, á frönskum skíðaskála. 29.7.2009 09:59
Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi. 29.7.2009 09:30
CCP hf. frestar greiðslum á víxlum upp á 1,2 milljarða CCP hf., sem rekur tölvuleikinn Eve Online, hefur frestað greiðslu af víxlaflokki upp á 1.23 milljarða kr. fram í október en víxlarnir voru á gjalddaga í vikunni. 29.7.2009 09:20
Nákvæm spá um verðbólguna Greining Íslandsbanka spáði nákvæmlega fyrir um hve ársverðbólgan yrði í júlí, eða 11,3%. Aðrir greinendur voru með spár á svipuðu róli og verðbólgumælingin í morgun. 29.7.2009 09:12
Ársverðbólgan mælist nú 11,3% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní. 29.7.2009 09:01
Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. 29.7.2009 08:10
Íslendingar svartsýnir og kvíða vetrinum Tiltrú Íslendinga á efnahagsaðstæðum og atvinnumálum lands og þjóðar er ekki mikil um þessar mundir. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni, í janúar síðastliðnum, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir júlí mánuð. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 28.7.2009 16:49
Skuldabréfavelta nam tæpum 11 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmum 10,7 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan stendur í 742,7 stigum og lækkaði hún um 0,32% í dag. Bakkavör lækkaði um 2,74%, Össur lækkaði um 1,75% og Marel lækkaði um 0,39%. 28.7.2009 16:38
Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. 28.7.2009 14:35
Icelandair semur við Rússa Icelandair og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um tækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757 farþegaþotna, sömu gerðar og Icelandair flýgur. 28.7.2009 13:47
Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz. 28.7.2009 13:32
Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja margfalt lakari en erlendra Samanburður á arðsemi íslenskra orkufyrirtækja og orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum bendir til að hún sé margfalt lakari hér á landi. Á því tímabili sem skoðað var, árin 2000-2006/8, var arðsemi af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu og dreifingu eftir skatta í námunda við 10,8% í Bandaríkjunum og um 7% í Evrópu en einungis um 2,4% á Íslandi. 28.7.2009 12:58
Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið. 28.7.2009 12:58
Íslendingar draga verulega úr utanlandsferðum Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í júní mánuði síðastliðnum en í sama mánuði fyrir ári síðan nam þessi fjöldi 35 þúsund og hafa brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í júní því dregist saman um 23% á milli ára. 28.7.2009 12:13
Segir krónuna hafa náð tímabundnu jafnvægi Krónan virðist nú hafa náð tímabundnu jafnvægi á stað þar sem verðgildi hennar er afar lágt sögulega séð. Raungengi krónunnar hefur aldrei verið jafnt lágt og nú og ljóst er að fyrir efnahag fyrirtækja og heimila í landinu þá eru þetta ekki ákjósanlegur staður fyrir krónuna. 28.7.2009 12:08
Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga. 28.7.2009 11:59
U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr. 28.7.2009 11:23
Valitor fylgist með rannsókn á stuldi á kreditkortanúmerum Valitor fylgist með rannsókn sem nú stendur yfir á stuldi á yfir hálfri milljón kreditkortanúmera hjá þjónustufyrirtækinu Network Solutions í Bandaríkjunum. Þórður Jónsson hjá Valitor segir að enn sem komið er bendi ekkert til að Íslendingar hafi lent í því að kortanúmeri þeirra hafi verið stolið. 28.7.2009 10:36
Aukin kreditkortavanskil í Evrópu - mest í Bretlandi Evrópskir lánveitendur undirbúa sig um þessar mundir fyrir aukin kreditkortavanskil en bandarískir bankar hafa nú þegar tapað verulegum fjárhæðum á slíkum vanskilum. 28.7.2009 10:06
Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 36 milljarða í júní Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.300 milljarða kr. í lok júní og hækkuðu um 36,3 milljarða kr. í mánuðinum. 28.7.2009 09:53
Yfir hálfri milljón kreditkortanúmera var stolið Hafir þú átt kreditkortaviðskipti við netverslanir í Bandaríkjunum frá því 12. mars og fram til 8. júní í ár borgar sig að fylgjast vel með færslum á kortinu þínu. 28.7.2009 09:43
Ríkisbréf tvöfaldast milli ára Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 28.7.2009 09:16
Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku. 28.7.2009 08:46
Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr. 28.7.2009 08:30