Fleiri fréttir

Þorsteinn Már Baldvinsson greiðir mest á Norðurlandi eystra

Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður á Akureyri greiddi hæst opinber gjöld allra á Norðurlandi eystra á síðasta ári. Hann greiddi tæpar 170 milljónir í skatt. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, kemur á eftir honum með rúmar 33 milljónir. Þar á eftir kemur Erna Björnsdóttir.

Helga Guðmundsdóttir greiðir hæst gjöld í Reykjanesumdæmi

Helga S. Guðmundsdóttir greiðir hæst opinber gjöld allra í Reykjanesumdæmi. Hún greiðir tæpar 116 milljónir í skatta. Á eftir henni kemur Þorsteinn Hjaltested með rúmar 77 milljónir. Þar á eftir kemur Magnús Jónsson í Garðabæ með 62 milljónir.

Jón Þór greiddi hæst gjöldin á Vesturlandi

Jón Þór Þorgeirsson greiddi hæstan tekju- og fjármagnstekjuskatt allra á Vesturlandi í fyrra en hann greiddi tæpar 17 milljónir króna í tekju- og fjármagnstekjuskatt. Á eftir honum kemur Jóhanna Sigurðardóttir í Dalabyggð en hún greiddi tæpar 15 milljónir. Þar á eftir kemur Ragnheiður Jónasdóttir með rúmar 12 milljónir.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,1% milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs í júní 2009 var 169,9 stig og hækkaði um 1,1% frá maí 2009. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 217,6 stig, sem er hækkun um 0,7% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 169,2 stig, hækkaði um 2,7%.

Hreiðar Már er skattakóngur í Reykjavík

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, greiddi hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík í fyrra, rúmar 157 milljónir króna. Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans er í öðru sæti með rúmar 99 milljónir króna. Aimée Einarsson er í þriðja sæti með tæpar 76 milljónir króna.

Þór Magnússon greiddi hæstu gjöldin á Vestfjörðum

Þór Magnússon útgerðarmaður á Tálknafirði greiddi hæst opinber gjöld allra Vestfirðinga í fyrra Hann greiddi tæpar 22 milljónir króna í skatta. Annar útgerðarmaður, Ragnar Kristinsson á Ísafirði er í öðru sæti mrð ríflega 16,6 milljónir.

Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar

Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no.

Friðrik Guðmundsson skattakóngur á Suðurlandi

Friðrik Guðmundsson Ölfushreppi er skattakóngur ársins 2008 á Suðurlandi. Hann greiddi tæpar 20 milljónir í opinber gjöld. Á eftir honum kemur Jón Sigurðsson Bláskógarbyggð með rúmar 17 milljónir. Því næst kemur Hjörleifur Brynjólfsson Ölfushreppi með 51 milljónir.

Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði

Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum.

Icelandic Glacial semur við AirTran í Bandaríkjunum

Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, og bandaríska flugfélagið AirTran Airways hafa gert með sér samning þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði á boðstólum í öllum vélum félagsins.

Icelandair hækkar um 4,8%

Hlutir í Icelandair hækkuðu um 4,8% í kauphöllinni í dag. Hinsvegar lækkaði Bakkavör um 1,4% og Össur lækkaði um 0,45%. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og stendur í 742 stigum.

Alcan á Íslandi er skuldlaust félag

Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun um skuldastöðu álfyrirtækja vill Alcan á Íslandi hf. koma því á framfæri að fyrirtækið greiddi upp allar sínar skuldir við móðurfélagið um mitt síðasta ár.

Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna

Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no.

Mikil tækifæri á alþjóðlegum lyfjamarkaði

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, mun Róbert Wessman taka við sem starfandi stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen Group. Róbert segir alþjóðlegan lyfjamarkað hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár en bjóði engu að síður áfram upp á mikil tækifæri.

Lán frá Noregi háð samþykki AGS á efnahagsáætlun

Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð heldur áfram að lækka og hefur nú lækkað um 100 punkta á undanförnum tveimur vikum. Það stóð í 660 punktum um miðjan mánuðinn en er komið niður í 556 punkta í dag samkvæmt CMAdatavision.

Skíðaskálaviðskiptum hugsanlega rift

Skiptastjóri þrotabús Baugs Group, Erlendur Gíslason, er að skoða hvort það séu forsendur fyrir því að rifta kaupum Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ágeirs Jóhannessonar, á frönskum skíðaskála.

Nákvæm spá um verðbólguna

Greining Íslandsbanka spáði nákvæmlega fyrir um hve ársverðbólgan yrði í júlí, eða 11,3%. Aðrir greinendur voru með spár á svipuðu róli og verðbólgumælingin í morgun.

Ársverðbólgan mælist nú 11,3%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní.

Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn

Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist.

Íslendingar svartsýnir og kvíða vetrinum

Tiltrú Íslendinga á efnahagsaðstæðum og atvinnumálum lands og þjóðar er ekki mikil um þessar mundir. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni, í janúar síðastliðnum, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir júlí mánuð. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Skuldabréfavelta nam tæpum 11 milljörðum í dag

Skuldabréfavelta nam rúmum 10,7 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan stendur í 742,7 stigum og lækkaði hún um 0,32% í dag. Bakkavör lækkaði um 2,74%, Össur lækkaði um 1,75% og Marel lækkaði um 0,39%.

Lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu í 22 ár

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London, ellefta daginn í röð. Þetta er lengsta tímabil stöðugra hækkana á álverðinu undanfarin 22 ár að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni.

Icelandair semur við Rússa

Icelandair og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um tækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757 farþegaþotna, sömu gerðar og Icelandair flýgur.

Kaupþing eignast veitingahús Roberts Tchenguiz

Skilanefnd Kaupþings hefur eignast meirihlutann í Bay Restaurant Group sem aftur á veitingahúsakeðjurnar La Tasca og Slug and Lettuce. Keðjurnar voru áður í eigu auðmannsins Roberts Tchenguiz.

Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja margfalt lakari en erlendra

Samanburður á arðsemi íslenskra orkufyrirtækja og orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum bendir til að hún sé margfalt lakari hér á landi. Á því tímabili sem skoðað var, árin 2000-2006/8, var arðsemi af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu og dreifingu eftir skatta í námunda við 10,8% í Bandaríkjunum og um 7% í Evrópu en einungis um 2,4% á Íslandi.

Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið

Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið.

Íslendingar draga verulega úr utanlandsferðum

Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í júní mánuði síðastliðnum en í sama mánuði fyrir ári síðan nam þessi fjöldi 35 þúsund og hafa brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í júní því dregist saman um 23% á milli ára.

Segir krónuna hafa náð tímabundnu jafnvægi

Krónan virðist nú hafa náð tímabundnu jafnvægi á stað þar sem verðgildi hennar er afar lágt sögulega séð. Raungengi krónunnar hefur aldrei verið jafnt lágt og nú og ljóst er að fyrir efnahag fyrirtækja og heimila í landinu þá eru þetta ekki ákjósanlegur staður fyrir krónuna.

Látlausar hækkanir á helstu hlutabréfamörkuðum ytra

Hlutabréf á helstu mörkuðum úti hafa nú hækkað látlaust í verði á aðra viku og hefur annað eins ekki sést um langa hríð. Í Bandaríkjunum hafa helstu hlutabréfavísitölur hækkað samfellt undanfarna 12 daga.

U2 hagnast um 50 milljarða á tónleikaferð

Rokksveitin U2 er nú á tónleikaferð um heiminn og þess er vænst að yfir þrjár milljónir manna muni mæta á tónleika þeirra. Áætlað er að hagnaður U2 af förinni verði um 50 milljarðar kr.

Valitor fylgist með rannsókn á stuldi á kreditkortanúmerum

Valitor fylgist með rannsókn sem nú stendur yfir á stuldi á yfir hálfri milljón kreditkortanúmera hjá þjónustufyrirtækinu Network Solutions í Bandaríkjunum. Þórður Jónsson hjá Valitor segir að enn sem komið er bendi ekkert til að Íslendingar hafi lent í því að kortanúmeri þeirra hafi verið stolið.

Ríkisbréf tvöfaldast milli ára

Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.

Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum

Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr.

Sjá næstu 50 fréttir