Fleiri fréttir

FME frestar innlausnum úr sjóðum rekstarfélags SPRON

Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um yfirtöku á SPRON hefur eftirlitið með vísan til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf.

Hlutabréf hækka á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir því sem trú fjárfesta jókst, á að ríkisstjórnum álfunnar takist að koma lánastarfsemi banka í eðlilegt horf með hjálparaðgerðum sínum. Í Tókýó hækkuðu bréf Mitsubishi-bankans um tæplega fimm prósent og bréf ýmissa iðnfyrirtækja í Kína hækkuðu einnig, til dæmis hækkuðu bréf Angang-stálframleiðandans þar um 3,6 prósent.

Aðeins eitt útibú SPRON opið í dag

Öll útibú SPRON, fyrir utan útibúið í Borgartúni, verða lokuð í dag og er viðskiptavinum bankans beint til Nýja Kaupþings. Vegna þessa bendir Samband íslenskra sparisjóða á, í tilkynningu sinni, að starfsemi allra annarra sparisjóða í landinu verði með eðlilegum hætti í dag og að heimabankinn sé aðgengilegur.

Orkuútrás REI talin stefna í gjaldþrot

Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjunum eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Fjárfesting sem nemur um 1,8 milljörðum króna, og er að mestu leyti íslensk, virðist að engu orðin. Verði félagið gjaldþrota er það talið hafa í för með sér fjölda málsókna vegna ógreiddra launa og skulda við birgja.

Forstjóri Marel hættir

Stjórn Marel Food Systems hf. hefur komist að samkomulagi við Theo Hoen um að hann leiði sameinuð fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems sem forstjóri Marels. Þar með lætur Hörður Arnarsson af störfum sem forstjóri en hann hefur gegnt því starfi síðatliðinn tíu ár.

Sparisjóðirnir verða opnir á morgun

Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni verða eðilega á mánudaginn, heimabankar verða aðgengilegir og útibú opin fyrir utan SPRON.

Ríkið nær samningum við Saga Capital

Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna.

Framsókn vildi minni hlut til Samson

Framsóknarflokkurinn var á móti því að selja Samson hópnum meira en þriðjung í Landsbankanum haustið 2002 en hópurinn keypti 48.5 prósenta hlut ríkisins í bankanum á um ellefu milljarða nokkrum mánuðum síðar.

Baugur skuldar Newcastle United tæpar fjörutíu milljónir

Baugur Group skuldar breska knattspyrnuliðinu Newcastle United tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund pund eða sem nemur rúmum þrjátíu og sjö milljónum íslenskra króna samkvæmt frétt í sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph í morgun.

SPRON gat ekki staðið við skuldbindingar

Seðlabankinn mat það svo í bréfi til Fjármálaeftirlitsins síðasta föstudag að SPRON gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum.

Yfirlýsing frá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Financial Times og síðar á vef Vísis í dag. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Bankahrunuð skekur bresk sveitarstjórnmál

Hrun íslensku bankanna ætlar að hafa alvarleg pólitísk áhrif á bresk sveitastjórnamál, en bæjarstjóri í Lincolnshire, Andrew De Freitast, segist líða eins og hann hafi verið krossfestur vegna málsins. Bærinn tapaði allt að sjö milljónum punda vegna bankahrunsins hér á landi, eða um milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefritinu Grimsby telegraph

Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti

Kaupþing er búið að selja bygginarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti. Frá þessu er greint á vef Financial Times.

Landsbankinn lækkar vexti

Í framhaldi af lækkun stýrivaxta úr 18% í 17% hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum til samræmis.

Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans

Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum.

Bermúda og Norðurlönd undirrita samning gegn skattsvikum

Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik.

Sex eða sjö lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi

Bráðbirgðaniðurstöður af athugunum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lífeyrissjóðum fyrir árið í fyrra sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og eru aðeins 3 sjóðir með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Þurfa sex eða sjö sjóðir að skerða réttindi vegna stöðu þeirra.

Landsvirkjun tapaði nær 40 milljörðum í fyrra

Á árinu 2008 var tap af rekstri samstæðu Landsvirkjunar 344,5 milljónir dollara eða tæplega 40 milljarðar kr. Hinsvegar var rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta 246 milljónir dollara eða rúmlega 27 milljarðar kr.

Dögg býst við að dómnum verði áfrýjað

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þrotabú Insoldium, sem var í eigu hennar og Páls Ágústs Ólafssonar sonar hennar, var dæmt til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna. Dögg vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hún sagðist ekki vera búin að lesa dóminn en hún hefði kynnt sér niðurstöðurnar.

Þrír Íslendingar segja sig úr stjórn Aurum Holdings

Þrír Íslendingar, Þau Kristín Jóhannesdóttir, Pálmi Haraldsson og Pétur Már Halldórsson hafa sagt sig úr stjórn Aurum Holdings í Bretlandi. Fjórði maðurinn, sem var í stjórninni á vegum Baugs, Andras Szirtes, er einnig horfinn á brott.

Þurfa að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Insolidum, þrotabú í eigu Daggar Pálsdóttur, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, til að greiða Saga Capital Fjárfestingarbanka tæpar 300 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá eru Dögg og Páll Ágúst jafnframt dæmd til að greiða 2,8 milljónir í málskostnað.

MP banki tekur á móti greiðslum í séreignasparnað

MP Banki hf. fékk leyfi til að móttaka greiðslur í séreignarsparnað undir lok árs 2008. Bankinn starfrækir nú Séreignarsparnað MP Banka sem launþegar geta greitt í allt að 4% af launum og jafnframt fengið 2% mótframlag frá launagreiðanda skv. kjarasamningum.

Græn byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn byrjar á grænu nótunum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm prósent og stendur í 237 stigum.

ÍLS tapaði tæpum 7 milljörðum á bankahruninu í haust

Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrir árið 2008 kemur fram að tap af rekstri sjóðsins nam 6,9 milljörðum króna. Eins og fram kom í tilkynningu Íbúðalánasjóðs í nóvember sl. varð hann fyrir verulegum skakkaföllum vegna falls þriggja stærstu banka landsins.

Singer tekur við tæplega 40 starfsmönnum Teathers

Reiknað er með að samruni Singer Capital Markets og verðbréfamiðlunarinnar Teathers verði tilkynntur síðar í dag. Singer mun taka við 35 til 40 starfsmönnum Teathers við samrunann eða um helmingi starfsmanna.

Bréf lækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun eftir mestu samfelldu hækkun síðan í ágúst 2007. Bankar og hátæknifyrirtæki lækkuðu mest og má sem dæmi nefna að kínverska fjarskiptafyrirtækið China Mobile lækkaði um rúmlega fjögur prósent. Eitthvað var þó um að bréf hækkuðu í verði, til dæmis bréf námufyrirtækisins Billington en þau hækkuðu um þrjú prósent.

Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun

Stýrivextir Seðlabankans voru í gær lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18 prósentum í 17 prósent. Lækkunarferli er hafið. Aukavaxtaákvörðunardagur verður í byrjun apríl. Dregið verður úr peningalegu aðhaldi, segir seðlabankastjóri.

Sjá næstu 50 fréttir