Viðskipti innlent

Fleiri kauphallarfélög studdu VG en Sjálfstæðisflokkinn

Þegar litið er yfir lista lögaðila sem studdu stjórnmálaflokka kemur í ljós að fleiri félög sem skráð voru í kauphöllina árið 2007 greiddu í sjóði Vinstri-Grænna en í sjóði Sjálfstæðisflokksins.

Alls studdu 12 félög starfsemi VG á móti 11 sem greiddu til Sjálfsstæðisflokks. Framlögin voru nær án undantekninga 300.000 kr. eða hámarkið sem mátti greiða.

Af þessum hópi eru mörg félög sem greiddu til beggja flokkanna. Má þar nefna stóru bankana þrjá, Glitni, Kaupþing og Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×