Viðskipti innlent

Telur að stýrivaxtalækkun í apríl verði einnig eitt prósentustig

Greining Íslandsbanka telur að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að lækka vexti um eina prósentu 8. apríl næstkomandi. Verða stýrivextir bankans þá komnir niður í 16%.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að enn frekari vaxtalækkana er að vænta síðar á árinu og nokkuð líklegt að nefndin muni stíga þriðja skrefið í þeim efnum á vaxtaákvörðunarfundi sínum 7. maí.

Efnahagstölur og hagvísar sem von er á í lok þessa mánaðar og upphafi þess næsta muni gefa tilefni til áframhaldandi stýrivaxtalækkunar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×