Viðskipti innlent

Sex eða sjö lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi

Bráðbirgðaniðurstöður af athugunum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lífeyrissjóðum fyrir árið í fyrra sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og eru aðeins 3 sjóðir með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Þurfa sex eða sjö sjóðir að skerða réttindi vegna stöðu þeirra.

Í frétt um málið á heimasíðu FME segir að um síðustu áramót tóku gildi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem m.a. fólu í sér tímabundna breytingu á að ekki væri nauðsynlegt að skerða réttindi við neikvæða tryggingafræðilega stöðu ef hún væri innan við 15% en áður var viðmiðið 10%.

Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum þurfa væntanlega 6 eða 7 sjóðir að skerða réttindi sjóðfélaga.

Samkvæmt niðurstöðum innsendra skýrslna sýna allir áðurnefndir sjóðir neikvæða raunávöxtun fyrir árið 2008 en þó mismunandi eftir sjóðum. Vegið meðaltal neikvæðrar raunávöxtunar er nálægt mínus 21,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×