Viðskipti innlent

Dögg býst við að dómnum verði áfrýjað

Dögg Pálsdóttir og sonur hennar voru eigendur Insolidum.
Dögg Pálsdóttir og sonur hennar voru eigendur Insolidum.
Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þrotabú Insoldium, sem var í eigu hennar og Páls Ágústs Ólafssonar sonar hennar, var dæmt til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna. Dögg vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hún sagðist ekki vera búin að lesa dóminn en hún hefði kynnt sér niðurstöðurnar.


Tengdar fréttir

Vísaði frá kröfu um að lánssamningi vegna SPRON-bréfa yrði rift

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu þrotabús Insolidum, fyrirtækis Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns og varaþingmanns og sonar hennar, Páls Ágústs Ólafssonar, um að lánssamningi við Saga Capital vegna kaupa á stofnfjárbréfum í SPRON verði rift. Hins vegar var hafnað kröfu Saga Capital um frávísun á kröfu Insolidum um að kaupsamningi vegna bréfanna yrði rift.

Þurfa að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Insolidum, þrotabú í eigu Daggar Pálsdóttur, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, til að greiða Saga Capital Fjárfestingarbanka tæpar 300 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá eru Dögg og Páll Ágúst jafnframt dæmd til að greiða 2,8 milljónir í málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×