Viðskipti erlent

Fyrsta flugi Dreamliner frestað

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur hefur frestað fyrsta flugi Boeing 787 Dreamliner flugvélanna um óákveðinn tíma.

Til stóð að fyrsta Dreamliner-vélin færi á loft á fjórða ársfjórðungi þessa árs en langt verkfall starfsmanna Boeing-verksmiðjanna hefur sett áætlanir fyrirtækisins í uppnám. Þetta þýðir jafnframt að tafir verða á afhendingu fyrstu véla og er ekki búist við að af því verði fyrir snemma árs 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×