Viðskipti erlent

Nordea tekur yfir viðskiptavini Glitnis í Luxemborg

Nordea bankinn í Luxemborg mun taka yfir einkabankaþjónustu Glitnis þar í landi. Þetta var tilkynnt af Nordea og skilanefnd Glitnis í Luxemborg í dag.

Fjármálaeftirlit Luxemborgar frysti allar innistæður Glitnis í landinu í síðasta mánuði eftir að Glitnir hf. á Íslandi varð gjaldþrota.

Þótt einkabankaþjónusta Glitnis flytjist yfir til Nordea munu peningainnistæðurnar í bankanum verða áfram frystar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×