Viðskipti erlent

Stærsti banki Frakklands tapaði miklu á hruni íslensku bankanna

BNP Paribas, stærsti banki Frakklands, tapaði miklu á hruni íslensku bankanna. Þarf bankinn að afskrifa 83 milljónir evra vegna íslensku bankanna eða nær 13 milljörðrum kr.

Þetta er þó ekki nema brot af hruni á tekjum bankans á þriðja ársfjórðungi en hann varð 901 milljón evra samanborið við rúmlega 2 milljarða evra á sama tímabili í fyrra.

Hér munar mestu um tap BNP Paribas á gjaldþroti Lehman Brothers. Það gjaldþrot kostaði bankann rúmlega 500 milljónir evra eða um 80 milljarða kr..

Eftir að uppgjör BNP Paribas fyrir þriðja ársfjórðung féllu hlutir í bankanum um 3.2% í kauphöllinni í París í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×