Viðskipti erlent

Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum eykst eftir áramót

Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum mun aukast eftir áramótin þegar önnur borhola félagsins kemst í notkun á Chestnut-svæðinu. Sú fyrsta sem tekin var í notkun í byrjun september hefur þegar gefið af sér 500.000 tunnur.

Í tilkynningu til kauphallarinnar um framleiðsluaukninguna segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum að þetta séu uppörvandi fréttir fyrir hluthafa félagsins. Önnur hola félagsins á Chestnut-svæðinu mun komast í gagnið snemma á næsta ári.

Wilhlem segir ennfremur að sökum þess hve vel gangi á Chestnut-svæðinu hafi félagið ákveðið að taka þátt í þriðja útboði færeysku stjórnarinnar á olíusvæðum við eyjarnar. Verður þátttaka Atlantic Petroleum í þessu útboði gerð í samvinnu við StatoilHydro, DONG Energy og Faroe Petroleum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×