Viðskipti erlent

SAS-stjóri óttast gjaldþrot

Mats Jansson forstjóri SAS flugfélagsins óttast gjaldþrot en félagið rær nú lífróður eftir mjög slæmt uppgjör á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins á þessu tímabili nemur 2 milljörðum sænskra kr. eða hátt í 40 milljörðum kr..

Í umfjöllun um uppgjörið á vefsíðunni E24.no segir að þótt Jansson vilji ekki segja það hreint út að gjaldþrot blasi við SAS er óttin við slíkt áberandi í fasi hans og orðum.

"Stjórn SAS og yfirmenn félagsins vinna nú ákaft að því að finna lausnir fyrir framtíð félagsins," segir Jansson. "Kreppan í flugfélagageiranum kemur verulega við kaunin á okkur."

Fram kemur í máli Jansson að stjórn félagsins sé undir miklum þrýstingi um að finna lausnir á vandanum og þurfi að koma fram með eitthvað haldbært strax.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×