Viðskipti innlent

Óvissa um IMF-lánið

Óvissa ríkir um lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda, vegna þess að fulltrúar Breta í sjóðnum setja sem skilyrði fyrir lánveitingunni, að fyrst verði samið við Breta vegna Icesave-reikninganna.

Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Árna Þór Sigurðsson, þingmann vinstri-grænna, sem er í íslensku þingmannanefndinni sem heimsótti Brussel fyrr í vikunni. Árni Þór líkir þessu við fjárkúgun og segist hafa látið það í ljós við viðkomandi ytra.

Sama mun vera uppi á teningnum varðandi fyrirgreiðslu úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, en fram kom fyrir nokkrum dögum að Ísland væri á lista sérstakra ríkja utan sambandsins, sem til greina kæmi að sjóðurinn aðstoðaði.

Upphaflega átti að fjalla um mál Íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fyrradag, en vegna andstöðu Breta og líka Hollendinga, hefur því verið frestað til morguns.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.