Viðskipti erlent

Skuldabréf Glitnis metin á 2% af nafnverði

Uppboð á skuldatryggingum Glitnis fer fram í dag og samkvæmt frétt á Reuters mun niðurstaða uppboðsins að öllum líkindum verða sú að seljendur trygginganna verði að borga 98% af tryggðum upphæðum. Með öðrum orðum skuldabréfin eru metin á 2% af nafnverði.

Þetta er í samræmi við það verð sem verið hefur á þessum bréfum frá því að Glitnir varð gjaldþrota í síðasta mánuði og þýðir að kröfuhafar telji sig ekki fá meira út úr þrotabúinu.

Það eru Markit og Creditex sem halda uppboðið í dag en fyrrnefndar tölur eru fengar um tilboðum 14 aðila fyrir uppboðið. Reiknað er með að uppboðinu ljúki skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Sem kunnugt er af fréttum á visir.is í gærdag voru skuldabréf Landsbankans metin á 1.25% af nafnverði á samskonar uppboði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×