Gjaldeyrismiðlun tekur nú daga í stað mínútna áður 5. nóvember 2008 13:20 Ólafur Ottóson aðstoðarbankastjóri Sparisjóðabankans segir að gjaldeyrir sé nú aftur tekinn að streyma til viðskiptavina þeirra í gegnum Swift gátt Sparisjóðabankans. Hinsvegar gangi allt hægar og millifærslur sem tóku mínútur áður taka einn til þrjá daga nú. Ólafur fullyrðir samt að gjaldeyrismiðlun Sparisjóðabankans taki jafnvel skemmri tíma en hinna bankanna sem þurfa að fara í gegnum Seðlabanka Íslands. Miklir hnökrar voru á greiðslum fyrstu dagana eftir bankahrunið þegar litlar sem engar greiðslur bárust til landsins og samskipti við Ísland lágu að mestu leyti niðri. „Það versta var að greiðslufyrirmæli týndust í kerfinu og við vorum í marga daga að greiða úr því og ná öllu heim sem viðskiptavinir okkar áttu inni í kerfinu," segir Ólafur. Ólafur segir að í stað þess að áður tóku greiðslur til og frá Íslandi innan við mínútu þá taki þær nú yfirleitt einn til þrjá daga. Þetta helgast af því að eftir bankahrunið eru öll greiðslufyrirmæli til og frá Íslandi afgreidd handvirkt en ekki sjálfvirkt eins og áður var. Ólafur segir að á sama tíma og miðlun á erlendum greiðslum til viðskiptavina Sparisjóðabankans hér á landi séu í góðum farvegi þá sé Sparisjóðabankinn þátttakandi eins og aðrir í daglegum gjaldeyrisuppboðum SÍ til að afla gjaldeyris. Munurinn á Sparisjóðabankanum og viðskiptabönkunum er sá að Sparisjóðabankinn getur sent þessar greiðslur beint á viðtakenda í viðskiptabönkum erlendis en hinir bankarnir þurfa að fara í gegnum Seðlabankann. „Við fullyrðum að þessi þjónusta taki í dag jafnvel skemmri tíma hjá okkur en hinum bönkunum sem þurfa að fara í gegnum Seðlabankann," segir Ólafur. Swift er samvinnufélag þúsunda banka um allan heim sem hefur þann megin tilgang að auka öryggi og staðla greiðslufyrirmæli, ábyrgðir og önnur áríðandi skilaboð sem bankar senda sín á milli. Um 8000 bankar í yfir 200 löndum nota Swift og senda daglega yfir 12 milljónir fyrirmæla um kerfið. Senditími hefur verið undir 20 sekúndum og virkni kerfisins 99,9%. Eftir að „nýju" bankarnir tóku til starfa án þess að hafa aðgang að Swift kerfinu hafa öll erlend viðskipti þeirra þurft að fara fram í gegnum Seðlabankann. Ólafur segir ljóst að þetta sé bráðabirgðaástand en fram hafi komið að Seðlabankinn hyggist gera samning við einn stóran erlendan banka, JP Morgan Chase um að annast þessi alþjóðlegu samskipti fyrir hönd „nýju" bankanna. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ólafur Ottóson aðstoðarbankastjóri Sparisjóðabankans segir að gjaldeyrir sé nú aftur tekinn að streyma til viðskiptavina þeirra í gegnum Swift gátt Sparisjóðabankans. Hinsvegar gangi allt hægar og millifærslur sem tóku mínútur áður taka einn til þrjá daga nú. Ólafur fullyrðir samt að gjaldeyrismiðlun Sparisjóðabankans taki jafnvel skemmri tíma en hinna bankanna sem þurfa að fara í gegnum Seðlabanka Íslands. Miklir hnökrar voru á greiðslum fyrstu dagana eftir bankahrunið þegar litlar sem engar greiðslur bárust til landsins og samskipti við Ísland lágu að mestu leyti niðri. „Það versta var að greiðslufyrirmæli týndust í kerfinu og við vorum í marga daga að greiða úr því og ná öllu heim sem viðskiptavinir okkar áttu inni í kerfinu," segir Ólafur. Ólafur segir að í stað þess að áður tóku greiðslur til og frá Íslandi innan við mínútu þá taki þær nú yfirleitt einn til þrjá daga. Þetta helgast af því að eftir bankahrunið eru öll greiðslufyrirmæli til og frá Íslandi afgreidd handvirkt en ekki sjálfvirkt eins og áður var. Ólafur segir að á sama tíma og miðlun á erlendum greiðslum til viðskiptavina Sparisjóðabankans hér á landi séu í góðum farvegi þá sé Sparisjóðabankinn þátttakandi eins og aðrir í daglegum gjaldeyrisuppboðum SÍ til að afla gjaldeyris. Munurinn á Sparisjóðabankanum og viðskiptabönkunum er sá að Sparisjóðabankinn getur sent þessar greiðslur beint á viðtakenda í viðskiptabönkum erlendis en hinir bankarnir þurfa að fara í gegnum Seðlabankann. „Við fullyrðum að þessi þjónusta taki í dag jafnvel skemmri tíma hjá okkur en hinum bönkunum sem þurfa að fara í gegnum Seðlabankann," segir Ólafur. Swift er samvinnufélag þúsunda banka um allan heim sem hefur þann megin tilgang að auka öryggi og staðla greiðslufyrirmæli, ábyrgðir og önnur áríðandi skilaboð sem bankar senda sín á milli. Um 8000 bankar í yfir 200 löndum nota Swift og senda daglega yfir 12 milljónir fyrirmæla um kerfið. Senditími hefur verið undir 20 sekúndum og virkni kerfisins 99,9%. Eftir að „nýju" bankarnir tóku til starfa án þess að hafa aðgang að Swift kerfinu hafa öll erlend viðskipti þeirra þurft að fara fram í gegnum Seðlabankann. Ólafur segir ljóst að þetta sé bráðabirgðaástand en fram hafi komið að Seðlabankinn hyggist gera samning við einn stóran erlendan banka, JP Morgan Chase um að annast þessi alþjóðlegu samskipti fyrir hönd „nýju" bankanna.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira