Viðskipti innlent

Marel skilar góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi

Marel skilaði 14,5 milljóna evra eða um 2,3 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Forstjórinn er ánægður með afkomu félagsins.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að sala þriðja ársfjórðungs nam 170,6 milljónum evra samanborið við 66,1 milljónir á sama tíma árið áður. Jókst salan því um 158,1% á milli ára.

Rekstrarhagnaður á tímabilinu var 14,5 milljónir evra, samanborið við 1,8 milljónir á sama tíma í fyrra.

„Við erum ánægð með rekstrarafkomu þriðja ársfjórðungs og afkomu fyrstu níu mánuði ársins," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel í tilkynningu um uppgjörið. „Proforma afkoma af kjarnastarfsemi fyrirtækisins á þriðja árfjórðungi einkenndist af sterkum 16% innri vexti. Á sama tíma er sölu- og stjórnunarkostnaður óbreyttur milli ára, sem veldur því að próforma rekstrarhagnaður af kjarnastarfsemi fyrstu níu mánuði ársins eykst um 45% á milli ára og er 9,1% af veltu. Þetta er í fullu samræmi við markmið félagsins."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×