Viðskipti erlent

Kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen orðnir 160 talsins

Nú liggur fyrir að kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen eru 160 talsins. Skráðar kröfur nema 52 milljónum danskra kr. eða nokkuð yfir einum milljarði kr..

Peter Krarup frá lögmannsstofunni Mazanti-Andersen, Korsö Jensen & Partnere sem er einn skiptastjóranna segir í samtali við Jyllands-Posten að hann reikni með að kröfuhafarnir verði fleiri áður en yfir lýkur.

Einn þeirra aðila sem gera kröfur í búið er Ábyrgðasjóður launa í Danmörku en krafa sjóðsins sem stendur nemur tæplega 8 milljónum danskra kr. eða um 160 milljónum kr. Krarup reiknar með að sú upphæð eigi eftir að hækka töluvert eftir því sem orlofsfé og önnur laun eru gerð upp á uppsagnartíma starfsmannanna.

Reiknað er með að skiptum á þrotabúinu verði ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×