Viðskipti innlent

Norræni lánapakkinn á lokastigum

Ingimundur Friðriksson.
Ingimundur Friðriksson.

Háttsettur maður í Seðlabanka Svíþjóðar segir að verið sé að leggja lokahönd á lánapakka frá Norðurlöndunum til Íslands. Fundað var Stokkhólmi í gær og sat Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri fundinn fyrir hönd Íslands. Í samtali við Reuters fréttastofuna segir Mattias Persson að búið sé að ákveða hvernig lánapakkinn verði samsettur, aðeins eigi eftir að ljúka nokkrum smáatriðum.

„Það er búið að ákveða hvernig pakkinn verður. Nú eigum við eftir að ræða smáatriðin og hvaða afleiðingar lánið muni hafa," sagði Persson. Norðmenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni lána Íslendingum 500 milljón evrur til þess að auðvelda þjóðinni að endurbyggja efnahagslífið í kjölfar bankahrunsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×