Viðskipti erlent

Erlendir lánardrottnar skipa í nefndir á Íslandi

Á næstu vikum munu erlendir lánardrottnar bankanna hittast hér á landi, halda fundi og skipa í sérstakar lánardrottnanefndir eina fyrir hvern af bönkunum þremur.

Fjallað er um málið í Financial Times (FT) og segir þar að markmiðið með þessu sé að hinir alþjóðlegu lánadrottnar þ.e. bankar, sjóðir, fjárfestar o.fl. geti fengið ítarlegri upplýsingar um endurbyggingu íslensku bankanna.

Eins og fram hefur komið hafa skilanefndir bankanna ráðið Deloitte sér til halds og ráðgjafar. Segir í FT að Deloitte muni einnig vera fyrrgreindum lánardrottnanefndum til halds og trausts.

Mark Adams, starfsmaður Deloitte hér á landi, segir í samtali við FT að nú sé unnið mikið starf við að tryggja að samskipti milli Íslendinga og hinna alþjóðlegu lánardrottna fari batnandi og að upplýsingaflæðið þar á milli sé ásættanlegt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×