Viðskipti erlent

Lufthansa vill SAS fremur en Sterling

Þýska flugfélagið Lufthansa mun að líkindum ekki bjóða í þrotabú Sterling-flugfélagsins heldur reyna fremur að kaupa norræna flugfélagið SAS. Frá þessu er greint á fréttavef Jótlandspóstins.

Búist hafði verið við að dótturfélag Lufthans, lággjaldaflugfélagið Germanwings, myndi gera tilboð í Sterling og þannig reyna að komast inn á norrænan flugmarkað. Í staðinn hyggjast stjórnendur Lufthansa leggja meiri kraft í viðræður um kaup á SAS með það fyrir augum ljúka þeim í desember.

Rekstur SAS hefur ekki gengið eins og menn vonuðu, meðal annars vegna svimandi hás olíuverðs fyrr á árinu, og því voru hafnar viðræður við Lufthansa um yfirtöku þegar Sterling varð gjaldþrota.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×