Fleiri fréttir

Sjálfstæðismenn eru samstiga um útrás

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé hugmyndafræðilega klofinn varðandi útrás orkufyrirtækja. Landsvirkjun hefur stofnað útrásararm. REI-málið var klúður og ósamanburðarhæft, segir Geir.

Verð á hveiti hefur aldrei verið hærra

Verð á hveiti hefur aldrei verið hærra og hefur hækkunin auk þess ýtt undir hækkun á öðru korni að því er fram kemur á fréttavef Bloomberg.

Sampo biður um leyfi til að fara yfir 10% hlut í Nordea

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem er að stærstum hluta í eigu Existu, hefur farið fram á það við sænska fjármálaeftirlitið að það veiti félaginu leyfi til þess að fara með meira en 10% hlut í Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda.

Geirmundur Kristinsson formaður bankaráðs Icebank

Í framhaldi af breytingum á eignarhaldi Icebank var kjörið nýtt bankaráð á hluthafafundi í dag. Á fyrsta fundi nýs bankaráðs var Geirmundur Kristinsson kjörinn formaður og Grímur Sæmundsen varaformaður.

Úrvalsvísitalan komin í mínus

Fjöldi félaga í Kauphöllinni féll um allt að tæplega sex prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur Úrvalsvísitalan ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra.

Sala á kvennfatnaði sýnir að kreppan er að skella yfir

Í þeim taugatitringi sem verið hefur á fjármálamörkuðum heimsins sjá menn ýmis teikn á lofti í undarlegustu hlutum. Nú segir stórblaðið The New York Times að minnkandi sala á kvennfatnaði fyrir þessi jól sýni að kreppan sé rétt handan við hornið í Bandaríkjunum.

Innréttingar Savoy Hotel settar á uppboð

Savoy í London er eitt þekktasta hótel heimsins og nú er allsherjar andlitslyftingu á því lokið. Af þeim sökum verða um 3.000 munir sem voru hluti af eldri innréttingum hótelsins settir á uppboð.

Samið um viðskiptavakt

Glitnir og 365 hf hafa samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist viðskiptavakt með hlutabréf félaganna fyrir eigin reikning Saga Capital.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um eitt prósent á árinu.

Lækkanir í Kauphöllinni halda áfram en það sem af er degi hafa 13 félög lækkað en fimm hafa hækkað. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,87 prósent það sem af er degi og um heilt prósent á árinu. Hún stendur núna í 6.345,27 stigum og vísitalan ekki verið lægri í tæpt ár. Miklar sviptingar hafa verið á vísitölunni í ár en í júlí hafði hún hækkað um 55 prósent á árinu.

Mánudagsmæða á evrópskum mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Helsta ástæðan fyrir því eru spár markaðsaðila þess efnis að mikil verðbólga í Bandaríkjunum, sem var yfir spám, leiði til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki ekki stýrivexti frekar. Óttast er að slíkt geti leitt til samdráttarskeiðs vestanhafs.

Kaupsamningum fækkar

Hundrað fjörutíu og tveimur kaupsamningum vegna íbúðarhúsnæðis var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er nokkur fækkun frá vikunni á undan og 47 samningum undir meðallagi síðustu tólf vikna.

Rupert Murdoch kaupir Wall Street Journal

Ókrýndur kóngur fjölmiðlaheimsins Rupert Murdoch hefur bætt hinu virta Wall Street Journal í safnið sitt en blaðið hefur verið í eigu Bancroft fjölskyldunnar í áraraðir.

Google í samkeppni við Wikipedia

Internetrisinn Google ætlar sér í samkeppni við hina vinsælu alfræðisíðu Wikipedia á netinu. Ætlunin er að virkja notendur í að miðla upplýsingum um efni sem þeir þekkja líkt og Wikipedia gerir.

Hannes segist hafa verið ódýr forstjóri

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, segir í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi verið ódýr forstjóri miðað við aðra forstjóra í sambærilegum fyrirtækjum. Hann segir laun sín hafa verið helmingi lægri, hann hafi enga bónusa fengið né kauprétti.

Icelandair lækkaði mest í vikunni

Icelandair Group lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í vikunni eða um 5,2%. Alls lækkaði markaðsvirði félagsins um rétt tæpan 1,5 milljarð. Landsbankinn hækkaði mest allra félaga eða um 3,2% og jókst markaðsvirði bankans um 13 milljarða.

Lufthansa kaupir í JetBlue

Lufthansa, flaggskip Þýskalands í flugbransanum og næst stærsta flugfélag í Evrópu hefur keypt 19 % hlut í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue.

Verulega hægir á fasteignasölu

„Kaupsamningar í þessari viku voru aðeins 142 talsins og hefur ekki verið skrifað undir færri kaupsamninga í einni viku frá því í lok janúar,“ segir í Vegvísi Landsbanka Íslands um þróunina á fasteignamarkaði.

Bréf Atlantic Airways taka loksins flugið

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hækkaði um 0,59 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt annar dagurinn sem hluthafar sjá hækkun á gengi þess síðan viðskipti hófust með bréfin hér á landi á mánudag. Það er nú 2,1 prósenti undir upphafsgengi.

Tekjuafgangur hins opinbera minnkar

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var tekjuafgangur hins opinbera 13 milljarðar á 3. fjórðungi þessa árs og nam afgangurinn 1,1% af vergri landsframleiðslu og 8,7% af tekjum hins opinbera.

Nýtt íslenskt flugfélag að hefja starfsemi?

Vísir hefur heimildir fyrir því að forsvarsmenn óstofnaðs flugfélags hafi undanfarið leitað samninga og tilboða í því skyni að hefja áætlunarflug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu.

Jón Karl ætlar að byrja á því að lækka forgjöfina

„Ætli ég reyni ekki bara að lækka forgjöfina," segir Jón Karl Ólafsson fráfarandi forstjóri Icelandair Group um hvað liggi fyrir þegar hann lætur af störfum. Hann segir forstjóraskiptin hafa átt sér töluvert langan aðdraganda. „Þetta er búið að taka nokkurn tíma í undirbúningi. Það stóð reyndar ekki til að ganga formlega frá þessu fyrr en í næstu viku, en þegar þetta fór að kvisast út þá var ekki eftir neinu að bíða," segir Jón Karl, en Stöð 2 greindi frá forstjóraskiptunum í hádegisfréttum sínum í gær.

Verðbólga umfram spár í Bandaríkjunum

Verðbólga jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í nóvember. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent og hefur ekki verið meiri í tvö ár.

Olíudropinn dýrari í dag en í gær

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag. Verðið hefur verið á nokkurri uppleið í vikunni í kjölfar þess að olíubirgðir drógust óvænt saman í Bandaríkjunum.

Enn er mikil spenna á vinnumarkaðinum

Enn virðist mikil spenna ríkja á vinnumarkaði, en skráð atvinnuleysi var 0,8% í nóvember samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birti í gær og hefur atvinnuleysi því mælst undir einu prósenti frá júlí sl.

Logn á íslenskum hlutabréfamarkaði

Stemningin á hlutabréfamarkaði hér á landi er í engu samræmi við veðrið en viðskipti eru með rólegasta móti, 21 í fjórum félögum á þeim tæpa hálftíma sem liðinn er frá upphafi viðskiptadagsins.

Sala á hlut í Icelandic Holding Germany afturkölluð

Icelandic Group hf. og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81 prósents eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda.

Thule Investments skiptir um merki og flytur

Thule Investments, sem annast rekstur og umsýslu fjárfestingasjóðanna Brú Venture Capital, Brú II og Brú Framtak, hefur tekið upp nýtt merki og útlit. Samhliða því hefur félagið flutt aðsetur sitt úr Borgartúni 30 í Hús verslunarinnar, Kringlunni 7.

Hluthafafundur FL Group samþykkir hækkun hlutafjár

Hluthafafundur FL Group samþykkti í morgun að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 3.659.265.291 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á genginu 14,7.

Björgólfur nýr stjóri hjá Icelandair Group

Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair.

Tekjuafgangur ríkissjóðs minnkar milli ára

Út eru komin Hagtíðindi um fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2007. Í þeim fjórðungi nam tekjuafgangur hins opinbera 13 milljörðum króna samanborið við 17,3 milljarða króna á sama tíma 2006.

Bankakerfið hér einstakt

Svissneski bankinn UBS mælir í nýrri greiningu með kaupum á Kaupþingsbréfum en sölu á bréfum Glitnis. Þetta er fyrsta greining UBS á bönkunum.

McCarthy í fleiri stjórnir hjá Baugi

Don McCarthy, stjórnarmaður í Baugi, hefur tekið við stjórnarformennsku í Aurum Holdings, dóttur­félagi Baugs í Bretlandi sem heldur utan um eignahluti í skartgripakeðjunum Goldsmiths, Watches of Switzerland og Mappin & Webb. Hann tekur við stólnum af Jurek Piasecki, stofnanda og fyrrum forstjóra Goldsmiths.

Líkur á vaxtahækkun í mánuðinum

Greiningadeild Kaupþings telur líkur á því að Seðlabankinn hækki vexti þann 20. desember næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali Björgvins Guðmundssonar við Ásdísi Kristjánsdóttur,

Atlantic Airways lækkar flugið

Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways lækkaði um 0,66 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi bréfa í bankanum lækkar en viðskipti með bréf þess hófust hér á landi á þriðjudag. Markaðsverðmæti Atorku hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni á sama tíma í dag.

Hluthafar í Elisa á móti Björgólfi Thor

Finnska fréttastofan STT greinir frá því í dag að þrír finnskir lífeyrissjóðir muni berjast gegn tilraun Novators, félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, til að skipta finnska símafélaginu Elisa í tvennt.

Bankarnir lækka í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Föroya Banka hefur lækkað mest það sem af er degi í Kauphöllinni. Gengið stendur nú í 179 og hefur það lækkað um 4,28 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna en bankarnir hafa flestir lækkað í dag, Straumur-Burðarás um 2,56 prósent, Glitnir i, 2,37 prósent og Spron um 2,14 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir