Viðskipti innlent

Stefnir í slagsmál um Debenhams

Hlutir í verslunarkeðjunni Debenhams hafa hækkað um tæp 11% í morgun eftir að fjárfestingarfélagið Milestone Resources keypti 7,3% hlut. Þar með fór í gang orðrómur um áhuga Milestone Resources um yfirtöku á keðjunni. Baugur Group hefur einnig haft áhuga á að yfirtaka Debenhams og á nú 13,5% í keðjunni.

Milestone Resources er í eigu heildsalans Micky Jagtiani sem staðsettur er í Dubai. Kaupin koma aðeins viku áður en glugginn fyrir yfirtöku Baugs Group á keðjunni opnast aftur. Baugur gaf þá yfirlýsingu í júlí s.l. að félagið hefði ekki áhuga á yfirtöku á Debenhams. Þar með þurfti Baugur að bíða í sex mánuði til að geta tekið málið upp aftur.

Samkvæmt umfjöllun í The Times í dag hefur Jagtiani verið orðaður við yfirtökur á fleiri verslunum en Debenhams og er New Look nefnt þar til sögunnar. Verðmæti Debenhams, eftir hækkunina í morgun, er talið nema um 720 milljónum punda eða í kringum 100 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×