Fleiri fréttir

Yfirtökur í Kína

Glitnir og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir ráðstefnu á mánudaginn þar sem meðal annars var rætt um yfirtökur fyrirtækja í Kína.

Forsetinn talar fyrir atvinnulífið

Ólafur Ragnar Grímsson segir að þjóðin verði að gera það upp við sig hvort hún vilji að forseti Íslands beiti sér fyrir því að styrkja stöðu Íslands á heimsvettvangi, hvort sem er á sviðum viðskipta, vísinda, tækni eða menningar, eða sé fyrst og fremst til heimabrúks. Björgvin Guðmundsson fór yfir verkefni forseta Íslands það sem af er þessu ári.

Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð. Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð.

Afkoma Yahoo yfir væntingum

Hagnaður bandarísku netveitunnar Yahoo nam 151 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 9,2 milljarða íslenskra króna, á þriðja árfjórðungi, sem er sjö milljón dölum minna en á sama tíma í fyrra. Fjárfestar voru engu að síður ánægðir með niðurstöðuna þar sem hagnaður á hlut var óbreyttur á milli ára, 11 sent á hlut. Gert hafði verið ráð fyrir þriggja senta samdrætti á milli ára.

Heimsmarkaðsverð á kaffi mjög hátt

Heimsmarkaðsverð á kaffibaunum náði tíu ára hámarki fyrir síðustu helgi vegna ótta um frekari uppskerubrest í Brasilíu, stærsta framleiðanda kaffibauna. Framleiðslan í Brasilíu dróst saman um 23% á síðasta uppskerutímabili vegna þurrka og nam 32,6 milljónum poka.

Aðeins tvö félög hækka í Kauphöllinni

Rauður dagur var að langmestu leyti í Kauphöllinni í dag en einungis gengi tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Landsbankans hækkaði á sama tíma og gengi annarra ýmist stóð í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Century Aluminum lækkaði mest, eða um 2,43 prósent.

Samruni samþykktur einróma

Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Norðlendinga samþykktu einróma á fundi sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í gær, mánudaginn 15. október, samrunaáætlun Sparisjóðs Norðlendinga og Byrs Sparisjóðs. Niðurstaða fundarins er þó háð samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Sala á Barbie-dúkkum hrapar

Salan á Barbie-dúkkum og Fisher-Price vörum hefur hrapað á meðan framleiðandi þeirra Mattel strögglar við þvo af sér orðsporið sem eitur-leikfangagerðin. Orðsporið fékk Mattel í kjölfar fregna um að notast væri við málningu sem inniheldur blý í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína.

Glitnir bendir á áhugaverða fjárfestingakosti

Glitnir Securities hefur gefið út afkomuspá fyrir 42 félög sem skráð eru á norska hlutabréfamarkaðinn. Í afkomuspánni er fjallað um aðstæður í helstu hagkerfum og á helstu mörkuðum sem hafa áhrif á norska hlutabréfamarkaðinn.

Straumur fær evruskráningu fyrir áramót

"Þetta er á góðu róli og ég reikna með að evruskráning Straums Burðarás í kauphöllinni verði að veruleika fyrir áramótin," segir Einar Baldvin Stefánsson forstöðumaður lögfræðisviðs Verðbréfaskráningar í samtali við Vísi. "Við og Seðlabankinn höfum verið að kasta á milli okkar pappírum og vinnugögnum og þessi vinna gengur vel."

Ný tækni margfaldar geymslugetu harðra diska

Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska.

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað eða staðið í stað frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands fyrir hálftíma. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,21 prósent, og næstmest í Existu, sem hefur horft upp á 1,53 prósenta lækkun það sem af er dags.

Danir versla á netinu sem aldrei fyrr

Verslun á netinu er orðinn hversdagsleiki fyrir fjölda Dana og kaupa þeir og selja í gegnum netið sem aldrei fyrr. Samkvæmt tölum sem birtust í blaðinu Berlingske í morgunn hefur netverslun í Danmörku á þriðja ársfjórðung þessa árs aukist um nær þriðjung frá sama tímabili í fyrra.

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Verðbólga mældist 1,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði en það er óbreytt staða frá því í mánuðinum á undan, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Greinendur segja að þar sem verðbólgan sé 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum breska seðlabankans þá séu litlar líkur á því að bankinn hækki stýrivexti í bráð.

Rauður dagur í Tokyo

Hlutabréf á japönskum mörkuðum féllu í verði í dag. Þegar markaðir lokuðu í morgun hafði Nikkei vísitalan fallið um 1,3 prósent.

SEB í íslensku kauphöllinni

Sænski bankinn SEB hefur frá og með deginum í dag aðild að hlutabréfamarkaði íslensku kauphallarinnar.

Frosti kaupir Opin kerfi

Frosti Bergsson hefur keypt Opin kerfi ehf. á 1,8 milljarða króna. Félagið var áður í sameiginlegri eigu Teymis og Handsholding og hluti af Opnum kerfum Group.

Háskerpuútsendingar hefjast

Háskerpuútsendingar hefjast á dreifikerfi Digital Íslands á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem sjónvarpsefni í háskerpu er dreift á Íslandi. Fyrst um sinn verða tvær rásir í boði: Discovery HD sem sýnir náttúrulífs- og heimildarmyndir, og Sýn HD sem sýnir valda leiki úr ensku knattspyrnunni.

LME, Stork og Candover ræða áfram saman

LME eignarhaldsfélag ehf., hollenska iðnsamsteypan Stork N.V. og breska fjárfestingafélagið Candover munu halda áfram formlegum viðræðum til að skoða mögulegar útfærslur með hag allra hagsmunaðila í huga.

Frosti Bergsson kaupir Opin kerfi

Frosti Bergsson hefur keypt Opin Kerfi á 1,8 milljarða króna en gengið var frá áreiðanleikakönnun á föstudag. „Við horfum til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,“ segir Frosti.

Gull slær 28 ára gamalt verðmet

Verð á gulli er nú komið í 756 dollara únsan eða sem svarar 46.000 kr. og hefur ekki verið hærra í 28 ár. Það voru mikil kaup japanskra fjárfesta á markaðinum í Tokýó sem ollu þessum miklu verðhækkunum í dag

Össur hf. skoðar skráningu í Kaupmannahöfn

Össur hf. skoðar nú hvort skrá beri félagið í kauphöllina í Kaupmannahöfn. „Þetta hefur verið til skoðunar um tíma hjá okkur en ég vil taka fram að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.

Heldur dregur úr kaupgleði

Heldur hefur dregið úr kaupgleði íslenskra neytenda með haustinu eftir afar líflegt sumar, en þó er útlit fyrir að talsverður vöxtur reynist í einkaneyslu á 3. ársfjórðungi. Seðlabankinn birti nýverið tölur um greiðslukortaveltu í september.

Hlutabréf í Northern Rock hrapa á ný

Hlutabréf í Northern Rock bankanum féllu um 19% í morgun í kjölfar þess að birt var mat Credit Suisse á yfirtökuboði milljarðamæringsins Richard Branson í bankann. Að mati Credit Suisse er tilboð Branson ”léttvægt” og myndi hafa í för með sér ”útvötnun” á hlutum í bankanum.

Hækkanir í kauphöllinni

Hlutabréf hafa hækkað lítillega í verði í kauphöllinni það sem af er degi. Úrvalsvísitalan hafði hækkað um 0,51 prósent um klukkan hálf ellefu í morgun.

Landsbankinn gefur út skuldabréf

Landsbankinn gaf á föstudag út víkjandi skuldabréf fyrir 400 milljónir bandaríkjadala eða um 24 milljarða íslenskra króna. Útgáfunni, sem telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1), var beint til stofnanafjárfesta á Bandaríkjamarkaði og er án lokagjalddaga en innkallanleg af hálfu Landsbankans að 10 árum liðnum.

SPRON og BYR minnka verulega við sig í Icebank

Tveir stærstu hluthafarnir í Icebank, BYR og SPRON, hafa ákveðið að minnka eignarhlut sinn í bankanum niður í fjögur prósent hvor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icebank.

Hækkanir í Japan og Evrópu

Hlutabréf á mörkuðum í Japan hækkuðu lítillega í verði í dag. Við lokun markaða í morgun hafði Nikkei vísitalan hækkað um 0,16 prósent.

Félag í eigu Finns á hlut í REI

Finnur Ingólfsson, athafnamaður og fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er stjórnarmaður í eignarhaldsfélaginu Landvar ehf. og annar eigenda þess. Landvar er til helminga í eigu Finns og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns fjármálanefndar Framsóknarflokksins og bankaráðs Seðlabankans. Landvar ehf. fer með 35 prósena hlut í VGK-Invest, sem aftur á um tveggja prósenta hlut í hinu nýstofnaða REI.

Olíuverð nær nýjum hæðum

Olíutunnan fór í 84 dollara í gær sem er nýtt met. Helstu skýringin á þessari hækkun er ótti á fjármálamörkuðum vegna hótana Tyrkja um að ráðast inn í norðurhluta Íraks.

Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank

SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina.

Askar með milljarðasjóð

Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna.

Peningaskápurinn ...

Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Iceland Express ætli að kaupa Air Atlanta sem er í eigu Eimskipafélagsins. Elmar Gíslason, ritstjóri Fréttabréfs atvinnuflugmanna, veltir fyrir sér og bendir á að forsvarsmenn beggja félaga hafi boðað starfsfólk til fundar 20. október næstkomandi. Matthias Imsland neitar því í samtali við Markaðinn að þetta standi til. Tilviljun ráði þessari dagstetningu. Auðvitað á að taka orð forstjórans alvarlega. Uppstokkun á ákveðnum sviðum í viðskiptalífinu getur verið tilviljunum háð. Þannig urðu stór viðskipti í upplýsingatæknigeiranum á fimmtudaginn. Allt tilviljanir.

Orðrómur um yfirtöku á Commerzbank

Bréf Commerzbank, annars stærsta banka Þýskalands sem FL Group á hlut í, hækkuðu um 2,2 prósent í viðskiptum dagsins í dag eftir því sem segir í hálffimmfréttum Kaupþings.

Alfesca hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við lokun viðskiptadags í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði mest, eða um 1,43 prósent á meðan gengi bréfa í Teymi og Tryggingamiðstöðinni lækkaði jafn mikið, eða um 2,08 prósent.

Askar Capital stofnar framtakssjóð

Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sett á fót fjárfestingarsjóð á sviði framtaksfjármögnunar (private equity) í samvinnu við VCM Capital Management, eitt umsvifamseta fyrirtæki í heimi á sviði framtaksfjármögnunar, og bandaríska fjármálafyrirtækið Resource America.

Smásala eykst í Bandaríkjunum umfram spár

Smásala jókst um 0,6 prósent á milli mánaða í síðasta mánuði í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er tvisvar sinnum meira en greinendur höfðu reiknað með. Sala á bílum leiðir vöxtum og vegur á móti samdrætti í sölu á fatnaði.

Framleiðsla eykst umfram væntingar

Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 1,2 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er langt umfram væntingar.

Branson að kaupa Northern Rock

Milljarðamæringurinn Richard Branson hefur mikinn áhuga á að kaupa Northern Rock bankann í Bretlandi. Sem kunnugt er af fréttum hefur bankinn átti í verulegum fjárhagsvanda undanfarnar vikur. Talskona fyrir fjármálafyrirtæki Branson, Virgin Money, staðfestir þetta í samtali við þýska tímaritið Spiegel.

Icelandair eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í Teymi lækkaði um 2,16 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun á gengi bréfa í félagi sem þar er skráð en einungis bréf í Icelandair hafa hækkað í verði.

Leikfangaskortur yfirvofandi í Bretlandi

Breska verslanakeðjan Woolworths hefur riðið á vaðið fyrst verslana og varað við yfirvofandi skorti á vinsælustu leikföngunum um næstu jól. Ástæðan er sú að leikföng frá Kína eru grandskoðuð í kjölfar milljónainnköllunar fyrir nokkru og hefur það seinkað fyrir því að pantanir skili sér í hús.

Sjá næstu 50 fréttir