Viðskipti erlent

Gull slær 28 ára gamalt verðmet

Verð á gulli er nú komið í 756 dollara únsan eða sem svarar 46.000 kr. og hefur ekki verið hærra í 28 ár. Það voru mikil kaup japanskra fjárfesta á markaðinum í Tokýó sem ollu þessum miklu verðhækkunum í dag.

Áhugi Japana á kaupum á gulli kemur á sama tíma og jenið heldur áfram að veikjast. Og veiking jensins er vegna ótt um verðhjöðnun og að hagvöxtur verði neikvæður í landinu í náinni framtíð.

John Reade sérfræðingur í eðalmálmum segir að Japanir hafi áður kynnt undir hátt verð á gulli. "Kaup Japana koma oft eins og þruma úr heiðskíru lofti," segir Reade. "En það er of snemmt að segja til um hvort þeir séu að yfirtaka markaðinn með gull."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×