Viðskipti erlent

Hlutabréf í Northern Rock hrapa á ný

Hlutabréf í Northern Rock bankanum féllu um 19% í morgun í kjölfar þess að birt var mat Credit Suisse á yfirtökuboði milljarðamæringsins Richard Branson í bankann. Að mati Credit Suisse er tilboð Branson "léttvægt" og myndi hafa í för með sér "útvötnun" á hlutum í bankanum.

Í frétt um málið á Bloomberg vefsíðunni er haft eftir talsmanni Credit Suisse að..."við sjáum engar jákvæðar hliðar á þessu tilboði, aðeins neikvæðar." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlutabréf í Northern Rock taka dýfu niður á við. Það hefur oft gerst á síðustu vikum, eða frá því að bankainn þurfti á risastóru neyðarláni að halda í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×