Viðskipti erlent

Sala á Barbie-dúkkum hrapar

Salan á Barbie-dúkkum og Fisher-Price vörum hefur hrapað á meðan framleiðandi þeirra Mattel strögglar við þvo af sér orðsporið sem eitur-leikfangagerðin. Orðsporið fékk Mattel í kjölfar fregna um að notast væri við málningu sem inniheldur blý í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína.

Í síðustu ársfjórðungsskýrslu Mattel kemur m.a. fram að fyrirtækið hefði þurft að verja 40 milljónum dollara eða um 2,4 milljörðum króna í að afturkalla um 21 milljón leikfanga sem framleidd höfðu verið í Kína.

Salan á Barbie-dúkkum minnkaði um 19% á þriðja ársfjórðingi á Bandaríkjamarkaði og á heimsvísu varð um 4% samdráttur á veltu Mattel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×