Viðskipti erlent

Wallenberg fjölskyldan tapaði 300 milljörðum á einum degi

Wallenberg-fjölskyldan sænska hefur tapað yfir 30 milljörðum skr. eða yfir 300 milljörðum kr. á slæmu gengi Ericsson í sænsku kauphöllinni í dag. Hlutabréf Ericsson hafa fallið um 30% yfir daginn.

Fjárfestingafélag Wallenberganna, Investor AB, á næstum 40% af hlutaféinu í Ericsson auk 2% af b-hlutum félagsins og því hefur fjölskyldan tapað þessari fjárhæð á einum degi.

Ericsson tilkynnti óvænt í morgun að tekjur félagsins hefðu dregist saman um 36% á síðasta ársfjórðung og olli þessi tilkynning því að hlutabréfin hröpuðu. Greinendur í Svíþjóð telja að hlutabréfin muni ekki hækka aftur í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×