Viðskipti erlent

Danir versla á netinu sem aldrei fyrr

Verslun á netinu er orðinn hversdagsleiki fyrir fjölda Dana og kaupa þeir og selja í gegnum netið sem aldrei fyrr. Samkvæmt tölum sem birtust í blaðinu Berlingske í morgunn hefur netverslun í Danmörku á þriðja ársfjórðung þessa árs aukist um nær þriðjung frá sama tímabili í fyrra.

 

Alls var verslað á netinu í Danmörku tæplega 8,4 milljónum sinnum á þriðja ársfjórðung eða fyrir 3,87 miljarða dkr. sem svarar til um 40 milljörðum kr. Þeir sem kannað hafa þessa netverslun segja að athyglisvert sé að ekki sé mikið af nýliðum í henni. Gömlu kúnnarnir bara auka við sig ár frá ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×