Viðskipti innlent

Frosti kaupir Opin kerfi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri Opinna kerfa ehf., og Frosti Bergsson, nýr eigandi fyrirtækisins, á vinnufundi í gær.
Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri Opinna kerfa ehf., og Frosti Bergsson, nýr eigandi fyrirtækisins, á vinnufundi í gær. Fréttablaðið/GVA
Frosti Bergsson hefur keypt Opin kerfi ehf. á 1,8 milljarða króna. Félagið var áður í sameiginlegri eigu Teymis og Handsholding og hluti af Opnum kerfum Group.

Áreiðanleikakönnun vegna kaupanna var lokið síðdegis síðasta föstudag, en frá því var greint fyrir viku að gengið hefði verið að tilboði hans í fyrirtækið.

Frosti segir engrar byltingar að vænta hjá félaginu í kjölfar kaupanna. „En við horfum náttúrlega til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,” segir hann.

Frosti er gamalkunnugur Opnum kerfum enda vann hann sem kunnugt er að stofnun HP á Íslandi snemma á níunda áratug síðustu aldar, sem síðar varð að Opnum kerfum og vann þar í 20 ár. Síðla árs 2004 gerði Kögun yfirtökutilboð í Opin Kerfi Group og fór undir samstæðu Teymis við skiptingu Dagsbrúnar í tvö félög undir lok síðasta árs.

Frosti áréttar þó að aðkoma hans að félaginu sé önnur núna. „Ég starfa sem fjárfestir og kem að félaginu sem slíkur, en treysti stjórnendateymi félagsins fyrir daglegum rekstri.

„Ég hef áður sýnt félaginu áhuga án þess að kaup gengju eftir, en núna kom upp að menn ætluðu að selja bara íslensku eininguna og hana þekki ég vel og lít á hana sem gott fjárfestingartækifæri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×