Viðskipti innlent

Samruni samþykktur einróma

Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Norðlendinga samþykktu einróma á fundi sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í gær, mánudaginn 15. október, samrunaáætlun Sparisjóðs Norðlendinga og Byrs Sparisjóðs. Niðurstaða fundarins er þó háð samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Í tilkynningu um málið segir að með sameiningunni verður til enn stærri og sterkari eining sem er vel undir það búin að takast á við ný og krefjandi verkefni. Tækifæri til vaxtar og þróunar í síharðnandi samkeppnisumhverfi aukast til muna og eru stofnfjáreigendur, stjórnendur og starfsmenn mjög ánægðir með niðurstöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×