Viðskipti erlent

Olíuverð nær nýjum hæðum

MYND/AP

Olíutunnan fór í 84 dollara í gær sem er nýtt met. Helstu skýringin á þessari hækkun er ótti á fjármálamörkuðum vegna hótana Tyrkja um að ráðast inn í norðurhluta Íraks.

Slík innrás myndi valda miklum óstöðugleika í Kúrdahéruðum Írak, eina staðnum þar sem hingað til hefur ríkt friður að mestu. Síminnkandi olíubirgðir á vesturlöndum eiga einnig sinn þátt í hækuninni nú þegar veturinn nálgast óðfluga á norðurhveli jarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×