Fleiri fréttir Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða. 11.10.2007 13:40 Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum. 11.10.2007 13:32 Eignir lífeyrissjóðanna aukast minna vegna umróts Eignir lífeyrissjóða landsins jukust mun minna í ágúst en í mánuðum sjö á undan eftir því sem segir í Morgunkorni Glitnis þar er bent á að á fyrstu sjö mánuðum ársins hafi hrein eignaaukning lífeyrissjóðanna verið 1,3 prósent að meðaltali á mánuði en í ágúst jukust eignirnar um 0,4 prósent. Rekur greiningardeildin þetta til umróts á fjármálamörkuðum í ágúst. 11.10.2007 11:55 Kaupþing kaupir banka í Belgíu Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur undirritað samning um kaup á Robeco Bank Belgium, litlum belgískum banka sem sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og eignastýringu. 11.10.2007 10:23 Nýherji kaupir 77 prósent í TM Software Nýherji hefur samið um kaup á 77 prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf.. Seljendur eru Straumur, FL Group og Tryggingamiðstöðin.Kaupverð nemur 1,3 milljörðum króna. 11.10.2007 10:02 Sparisjóðir skrifa undir samrunaáætlun Stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga hafa skrifað undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að hlutur stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði verði 90,5 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga verði 9,5 prósent. 11.10.2007 09:59 RBS tilnefnir nýjan stjórnarformann í ABN Amro Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum. 11.10.2007 09:49 Teymi kaupir Landsteina Streng Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf. 11.10.2007 09:26 Baugur kaupir í breskri íþróttavöruverslun Baugur hefur keypt eins prósents hlut í breska íþróttavöruversluninni Sports Direct. Kaupverð er ekki gefið upp. Breska blaðið Telegraph hefur eftir heimildamönnum, að verðmiðinn á félaginu hafi verið hagstæður enda hafi gengi þess fallið um rúman helming síðan það var skráð á markað í febrúar síðastliðnum. 11.10.2007 09:09 Stjórnarformaður ABN Amro hættur Rijkman Groenink, stjórnarformaður hollenska bankans ABN Amro, tilkynnti í dag að hann ætli að segja upp starfi sínu hjá bankanum í kjölfar þess að hópur þriggja banka undir forystu Royal Bank of Scotland tryggði sér yfirtöku á honum. 10.10.2007 14:58 Samskip flytur ál fyrir Alcoa Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi. 10.10.2007 14:00 Tekjur Alcoa undir væntingum Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. 10.10.2007 12:52 Líkur á hærri vöxtum hjá Íbúðalánasjóði Greiningardeild Glitnir reiknar með því að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka á næstu vikum. Deildin bendir í Morgunkorni sínu í dag að vextir á útlánum sjóðsins hafi hækkað um 0,15 prósent á árinu vegna kröfuhækkunar á íbúðabréfum og séu vextirnir, með uppgreiðsluálagi, nú orðnir jafnháir og þeir voru þegar samkeppni hófst á húsnæðislánamarkaði í ágúst fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að veita fasteignlán. 10.10.2007 11:24 Atlantic Petroelum er hástökkvari dagsins Atlantic Petorleum er hástökkvari dagsins í kauphöllinni hér og í Kaupmannahöfn frá því að markaðir opnuðu í morgun. 10.10.2007 10:18 Bréf Atlantic Petroleum hækka um 12 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um heil 12,11 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Þetta er langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag. 10.10.2007 10:03 Óttast að dregið geti úr hagvexti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir hagvöxt geta orðið minni á heimsvísu á næsta ári vegna lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum. Sjóðurinn setur hins vegar fyrirvara við spá sína og tekur fram að nægar vísbendingar séu uppi um að hagkerfið geti hrist óróleikann á fjármálamörkuðum frá í enda sumars af sér. 10.10.2007 09:34 Verðbólga mælist nú 4,5 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,5 til 0,8 prósent á milli mánaða. 10.10.2007 09:00 Atlantic Petroleum hækkaði um 12% í morgun Atlantic Petroleum hefur staðfest að það hafi fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Bréf í félaginu hækkuðu um tæp 12% við opnun kauphallarinnar hér í morgun. Og um 17% við opnum markaðarins í dönsku kauphöllinni í morgunn. 10.10.2007 08:35 Skrefi frá peningalausu hagkerfi Nýráðinn forstjóri MasterCard á Íslandi boðar útrás og breytingar. Haukur Oddsson var í vikubyrjun ráðinn forstjóri Borgunar hf., helsta samstarfsaðila MasterCard á Íslandi, og tekur við af Ragnari Önundarsyni sem gegnt hefur starfinu í níu ár. 10.10.2007 05:45 Hlutabréf Promens verða skráð í evrum Hlutabréf iðnfyrirtækisins Promens, dótturfélags Atorku, verða skráð í evrum, að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra fyrirtækisins. Stefnt er að skráningu í OMX Kauphöll Íslands. 10.10.2007 04:45 Industria verðlaunað fyrir sjónvarp um net „Freewire“ er besta nýjungin á sviði sjónvarps sem dreift er með internettækni (Internet Protocol Television – IPTV) að mati dómnefndar Global Telecoms Business magazine Innovation Awards. Industria, ásamt breskum samstarfsaðila að nafni Inuk Networks, vann til verðlaunanna nýverið. 10.10.2007 04:15 Hugmyndir mikilvægasta framleiðsluvara Vesturlanda Vestrænum þjóðum stafar veruleg ógn af því hversu lítið skapandi þegnar þeirra eru. Þetta fullyrðir sænski fyrirlesarinn Fredrik Hären sem staddur var hér nýverið í boði Nýherja. 10.10.2007 03:30 Annað Ísland í útlöndum Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra. 10.10.2007 00:01 Handan járntjaldsins Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. 10.10.2007 00:01 Tíu prósent iPhone-síma ólögleg Einn af hverjum tíu iPhone-margmiðlunarsímum frá Apple er seldur til fólks sem hefur í hyggju að afkóða símann og selja á svörtum markaði. Þetta segir í nýrri umfjöllun um símana, sem eingöngu er hægt að kaupa í Bandaríkjunum og á ekki að vera hægt að nota utan landsteinanna. Ekki er gert ráð fyrir að símarnir komi á markað í Evrópu fyrr en eftir mánuð. 10.10.2007 00:01 Strætóferð breytti lífinu Strætóferð Carlos Cardoza í heimalandi sínu, Kostaríku, fyrir um tíu árum átti eftir að gjörbreyta lífi hans. Þar hitti hann unga konu sem hann gaf sig á tal við. 10.10.2007 00:01 Spá aukinni verðbólgu Greiningardeildir bankanna spá því að vísitala neysluverð hækki á bilinu 0,5 til 0,8 prósentustig á milli mánaða í október. 10.10.2007 00:01 Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. 10.10.2007 00:01 Útrás í anda stjórnarsáttmála Útrás Landsvirkjunar og Landsbankans í gegnum HydroKraft Invest er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er talað um að tímabært sé „að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“. 10.10.2007 00:01 Forstjórinn farinn Breskir fjölmiðlar segja marga farna frá Landsbankanum í Bretlandi. Bankastjórinn segir eðlilegar skýringar á málinu. 10.10.2007 00:01 Stærstu bankakaupin senn að veruleika Þrír bankar frá Belgíu og Spáni undir forystu Royal Bank of Scotland (RBS) hafa tryggt sér samþykki handhafa 86 prósenta hlutabréfa í ABN Amro, stærsta banka Hollands, fyrir yfirtöku á honum. Kaupverð nemur tæpum 72 milljörðum evra, rúmum 6.200 milljörðum íslenskra króna og allt útlit er fyrir að bankarnir taki þátt í einhverjum stærstu fyrirtækjakaupum í evrópskum fjármálaheimi til þessa. 10.10.2007 00:01 Olíuverð á niðurleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið. 10.10.2007 00:01 Íbúðalánasjóður nýtist helst fjáðum Íbúðalánasjóður sinnir ekki hlutverki félagslegs sjóðs fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti nýtist hann helst fólki sem á mikið eigið fé til húsnæðiskaupa. 10.10.2007 00:01 Umsvifamesti atvinnurekandinn Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrirtækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku. 10.10.2007 00:01 Lokagengi Dow Jones aldrei hærra Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. 9.10.2007 20:39 Frosti Bergsson að kaupa Opin kerfi Frosti Bergsson hefur gert tilboð í Opin kerfi, félag í eigu Handsholding. Tilboðinu hefur verið tekið en kaupverðið er ekki gefið upp og eru kaupin háð áreiðanleikakönnun. 9.10.2007 18:30 Atorka eykur við sig í NWF Atorka Group hefur aukist við hlut sinn um rúmlega eitt prósent í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group og fer nú með 21,55 prósenta eignarhluta í félaginu. 9.10.2007 17:09 Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent. 9.10.2007 15:43 Beðið eftir uppgjörstölum vestanhafs Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hefur hækkað í dag en fjárfestar bíða afkomutalna nokkurra stórfyrirtækja fyrir þriðja ársfjórðung þar í landi. Mesta eftirvæntingin liggur í tölum bandaríska álrisans Alcoa, sem birtir tölur sínar eftir lokun markaða vestanhafs í kvöld auk þess sem bandaríski seðlabankinn birtir álit sitt um stöðu efnahagsmála af síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum í september síðar í dag. 9.10.2007 15:11 Glitnir í samvinnu við kínverskt orkufyrirtæki Glitnir og kínverska olíu- og orkufyrirtækið Sinopec hafa tilkynnt um aukna samvinnu við jarðhitaverkefni í Kína. Að samstarfinu koma einnig Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest en markmið samstarfsins er að auka notkun á jarðhita til orkuframleiðslu í Kína. Glitnir og Sinopeg munu stofna sérstakt félag sem mun vinna að því að auka fjárfestingar í jarðhitaverkefnum í Kína. 9.10.2007 12:30 Gera ráð fyrir 0,5% hækkun neysluverðvísitölu Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli september og október en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið. Í verðbólguspá sem birt var 24. september gerði Greiningin ráð fyrir 0,5% hækkun í október og telur ekki ástæðu til að endurskoða þá spá. 9.10.2007 11:11 Internetlén fyrir asíumarkað Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén sem allra fyrst. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið á eftir Evrópulénunum .eu sem tóku gildi á síðasta ári. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia. 9.10.2007 10:49 Sænska lögreglan rannsakar innherjaviðskipti í OMX Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur nú hafið rannsókn á innherjaviðskiptum í tengslum við yfirtökutilboð Nasdaq og Kauphallarinnar í Dubai á OMX sem íslenska kauphöllin er hluti af. Sænska fjármálaeftirlitið hafði áður rannsakað málið og ákvað í framhaldinu að láta málið í hendur lögreglunnar. 9.10.2007 10:47 Sigurður nýr forstjóri TM Sigurður Viðarsson tekur við starfi forstjóra Tryggingarmiðstöðvarinnar af Óskari Magnússyni í kjölfar eigendaskipta hjá félaginu. 9.10.2007 10:46 Gengi hlutabréfa Google sjöfaldast á þremur árum Gengi hlutabréfa í netfyrirtækinu Google fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 600 Bandaríkjadali á hlut í dag. 8.10.2007 16:53 Sjá næstu 50 fréttir
Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða. 11.10.2007 13:40
Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum. 11.10.2007 13:32
Eignir lífeyrissjóðanna aukast minna vegna umróts Eignir lífeyrissjóða landsins jukust mun minna í ágúst en í mánuðum sjö á undan eftir því sem segir í Morgunkorni Glitnis þar er bent á að á fyrstu sjö mánuðum ársins hafi hrein eignaaukning lífeyrissjóðanna verið 1,3 prósent að meðaltali á mánuði en í ágúst jukust eignirnar um 0,4 prósent. Rekur greiningardeildin þetta til umróts á fjármálamörkuðum í ágúst. 11.10.2007 11:55
Kaupþing kaupir banka í Belgíu Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur undirritað samning um kaup á Robeco Bank Belgium, litlum belgískum banka sem sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og eignastýringu. 11.10.2007 10:23
Nýherji kaupir 77 prósent í TM Software Nýherji hefur samið um kaup á 77 prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf.. Seljendur eru Straumur, FL Group og Tryggingamiðstöðin.Kaupverð nemur 1,3 milljörðum króna. 11.10.2007 10:02
Sparisjóðir skrifa undir samrunaáætlun Stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga hafa skrifað undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að hlutur stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði verði 90,5 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga verði 9,5 prósent. 11.10.2007 09:59
RBS tilnefnir nýjan stjórnarformann í ABN Amro Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum. 11.10.2007 09:49
Teymi kaupir Landsteina Streng Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf. 11.10.2007 09:26
Baugur kaupir í breskri íþróttavöruverslun Baugur hefur keypt eins prósents hlut í breska íþróttavöruversluninni Sports Direct. Kaupverð er ekki gefið upp. Breska blaðið Telegraph hefur eftir heimildamönnum, að verðmiðinn á félaginu hafi verið hagstæður enda hafi gengi þess fallið um rúman helming síðan það var skráð á markað í febrúar síðastliðnum. 11.10.2007 09:09
Stjórnarformaður ABN Amro hættur Rijkman Groenink, stjórnarformaður hollenska bankans ABN Amro, tilkynnti í dag að hann ætli að segja upp starfi sínu hjá bankanum í kjölfar þess að hópur þriggja banka undir forystu Royal Bank of Scotland tryggði sér yfirtöku á honum. 10.10.2007 14:58
Samskip flytur ál fyrir Alcoa Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi. 10.10.2007 14:00
Tekjur Alcoa undir væntingum Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. 10.10.2007 12:52
Líkur á hærri vöxtum hjá Íbúðalánasjóði Greiningardeild Glitnir reiknar með því að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka á næstu vikum. Deildin bendir í Morgunkorni sínu í dag að vextir á útlánum sjóðsins hafi hækkað um 0,15 prósent á árinu vegna kröfuhækkunar á íbúðabréfum og séu vextirnir, með uppgreiðsluálagi, nú orðnir jafnháir og þeir voru þegar samkeppni hófst á húsnæðislánamarkaði í ágúst fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að veita fasteignlán. 10.10.2007 11:24
Atlantic Petroelum er hástökkvari dagsins Atlantic Petorleum er hástökkvari dagsins í kauphöllinni hér og í Kaupmannahöfn frá því að markaðir opnuðu í morgun. 10.10.2007 10:18
Bréf Atlantic Petroleum hækka um 12 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um heil 12,11 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Þetta er langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag. 10.10.2007 10:03
Óttast að dregið geti úr hagvexti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir hagvöxt geta orðið minni á heimsvísu á næsta ári vegna lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum. Sjóðurinn setur hins vegar fyrirvara við spá sína og tekur fram að nægar vísbendingar séu uppi um að hagkerfið geti hrist óróleikann á fjármálamörkuðum frá í enda sumars af sér. 10.10.2007 09:34
Verðbólga mælist nú 4,5 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,5 til 0,8 prósent á milli mánaða. 10.10.2007 09:00
Atlantic Petroleum hækkaði um 12% í morgun Atlantic Petroleum hefur staðfest að það hafi fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Bréf í félaginu hækkuðu um tæp 12% við opnun kauphallarinnar hér í morgun. Og um 17% við opnum markaðarins í dönsku kauphöllinni í morgunn. 10.10.2007 08:35
Skrefi frá peningalausu hagkerfi Nýráðinn forstjóri MasterCard á Íslandi boðar útrás og breytingar. Haukur Oddsson var í vikubyrjun ráðinn forstjóri Borgunar hf., helsta samstarfsaðila MasterCard á Íslandi, og tekur við af Ragnari Önundarsyni sem gegnt hefur starfinu í níu ár. 10.10.2007 05:45
Hlutabréf Promens verða skráð í evrum Hlutabréf iðnfyrirtækisins Promens, dótturfélags Atorku, verða skráð í evrum, að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra fyrirtækisins. Stefnt er að skráningu í OMX Kauphöll Íslands. 10.10.2007 04:45
Industria verðlaunað fyrir sjónvarp um net „Freewire“ er besta nýjungin á sviði sjónvarps sem dreift er með internettækni (Internet Protocol Television – IPTV) að mati dómnefndar Global Telecoms Business magazine Innovation Awards. Industria, ásamt breskum samstarfsaðila að nafni Inuk Networks, vann til verðlaunanna nýverið. 10.10.2007 04:15
Hugmyndir mikilvægasta framleiðsluvara Vesturlanda Vestrænum þjóðum stafar veruleg ógn af því hversu lítið skapandi þegnar þeirra eru. Þetta fullyrðir sænski fyrirlesarinn Fredrik Hären sem staddur var hér nýverið í boði Nýherja. 10.10.2007 03:30
Annað Ísland í útlöndum Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra. 10.10.2007 00:01
Handan járntjaldsins Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. 10.10.2007 00:01
Tíu prósent iPhone-síma ólögleg Einn af hverjum tíu iPhone-margmiðlunarsímum frá Apple er seldur til fólks sem hefur í hyggju að afkóða símann og selja á svörtum markaði. Þetta segir í nýrri umfjöllun um símana, sem eingöngu er hægt að kaupa í Bandaríkjunum og á ekki að vera hægt að nota utan landsteinanna. Ekki er gert ráð fyrir að símarnir komi á markað í Evrópu fyrr en eftir mánuð. 10.10.2007 00:01
Strætóferð breytti lífinu Strætóferð Carlos Cardoza í heimalandi sínu, Kostaríku, fyrir um tíu árum átti eftir að gjörbreyta lífi hans. Þar hitti hann unga konu sem hann gaf sig á tal við. 10.10.2007 00:01
Spá aukinni verðbólgu Greiningardeildir bankanna spá því að vísitala neysluverð hækki á bilinu 0,5 til 0,8 prósentustig á milli mánaða í október. 10.10.2007 00:01
Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. 10.10.2007 00:01
Útrás í anda stjórnarsáttmála Útrás Landsvirkjunar og Landsbankans í gegnum HydroKraft Invest er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er talað um að tímabært sé „að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“. 10.10.2007 00:01
Forstjórinn farinn Breskir fjölmiðlar segja marga farna frá Landsbankanum í Bretlandi. Bankastjórinn segir eðlilegar skýringar á málinu. 10.10.2007 00:01
Stærstu bankakaupin senn að veruleika Þrír bankar frá Belgíu og Spáni undir forystu Royal Bank of Scotland (RBS) hafa tryggt sér samþykki handhafa 86 prósenta hlutabréfa í ABN Amro, stærsta banka Hollands, fyrir yfirtöku á honum. Kaupverð nemur tæpum 72 milljörðum evra, rúmum 6.200 milljörðum íslenskra króna og allt útlit er fyrir að bankarnir taki þátt í einhverjum stærstu fyrirtækjakaupum í evrópskum fjármálaheimi til þessa. 10.10.2007 00:01
Olíuverð á niðurleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið. 10.10.2007 00:01
Íbúðalánasjóður nýtist helst fjáðum Íbúðalánasjóður sinnir ekki hlutverki félagslegs sjóðs fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti nýtist hann helst fólki sem á mikið eigið fé til húsnæðiskaupa. 10.10.2007 00:01
Umsvifamesti atvinnurekandinn Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrirtækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku. 10.10.2007 00:01
Lokagengi Dow Jones aldrei hærra Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. 9.10.2007 20:39
Frosti Bergsson að kaupa Opin kerfi Frosti Bergsson hefur gert tilboð í Opin kerfi, félag í eigu Handsholding. Tilboðinu hefur verið tekið en kaupverðið er ekki gefið upp og eru kaupin háð áreiðanleikakönnun. 9.10.2007 18:30
Atorka eykur við sig í NWF Atorka Group hefur aukist við hlut sinn um rúmlega eitt prósent í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group og fer nú með 21,55 prósenta eignarhluta í félaginu. 9.10.2007 17:09
Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent. 9.10.2007 15:43
Beðið eftir uppgjörstölum vestanhafs Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hefur hækkað í dag en fjárfestar bíða afkomutalna nokkurra stórfyrirtækja fyrir þriðja ársfjórðung þar í landi. Mesta eftirvæntingin liggur í tölum bandaríska álrisans Alcoa, sem birtir tölur sínar eftir lokun markaða vestanhafs í kvöld auk þess sem bandaríski seðlabankinn birtir álit sitt um stöðu efnahagsmála af síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum í september síðar í dag. 9.10.2007 15:11
Glitnir í samvinnu við kínverskt orkufyrirtæki Glitnir og kínverska olíu- og orkufyrirtækið Sinopec hafa tilkynnt um aukna samvinnu við jarðhitaverkefni í Kína. Að samstarfinu koma einnig Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest en markmið samstarfsins er að auka notkun á jarðhita til orkuframleiðslu í Kína. Glitnir og Sinopeg munu stofna sérstakt félag sem mun vinna að því að auka fjárfestingar í jarðhitaverkefnum í Kína. 9.10.2007 12:30
Gera ráð fyrir 0,5% hækkun neysluverðvísitölu Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli september og október en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið. Í verðbólguspá sem birt var 24. september gerði Greiningin ráð fyrir 0,5% hækkun í október og telur ekki ástæðu til að endurskoða þá spá. 9.10.2007 11:11
Internetlén fyrir asíumarkað Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén sem allra fyrst. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið á eftir Evrópulénunum .eu sem tóku gildi á síðasta ári. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia. 9.10.2007 10:49
Sænska lögreglan rannsakar innherjaviðskipti í OMX Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur nú hafið rannsókn á innherjaviðskiptum í tengslum við yfirtökutilboð Nasdaq og Kauphallarinnar í Dubai á OMX sem íslenska kauphöllin er hluti af. Sænska fjármálaeftirlitið hafði áður rannsakað málið og ákvað í framhaldinu að láta málið í hendur lögreglunnar. 9.10.2007 10:47
Sigurður nýr forstjóri TM Sigurður Viðarsson tekur við starfi forstjóra Tryggingarmiðstöðvarinnar af Óskari Magnússyni í kjölfar eigendaskipta hjá félaginu. 9.10.2007 10:46
Gengi hlutabréfa Google sjöfaldast á þremur árum Gengi hlutabréfa í netfyrirtækinu Google fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 600 Bandaríkjadali á hlut í dag. 8.10.2007 16:53
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur