Viðskipti innlent

Glitnir bendir á áhugaverða fjárfestingakosti

Glitnir Securities hefur gefið út afkomuspá fyrir 42 félög sem skráð eru á norska hlutabréfamarkaðinn. Í afkomuspánni er fjallað um aðstæður í helstu hagkerfum og á helstu mörkuðum sem hafa áhrif á norska hlutabréfamarkaðinn. Spáin nær til þriðja og fjórða ársfjórðungs 2007 og til áranna 2008 og 2009. Glitnir Securities bendir á eftirfarandi félög sem áhugaverðan fjárfestingakost: Aker, Ementor, Havila Shipping, Orkla og PA Resources, segir í Morgunkorni Glitnis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×