Viðskipti innlent

Heldur dregur úr kaupgleði

Heldur hefur dregið úr kaupgleði íslenskra neytenda með haustinu eftir afar líflegt sumar, en þó er útlit fyrir að talsverður vöxtur reynist í einkaneyslu á 3. ársfjórðungi. Seðlabankinn birti nýverið tölur um greiðslukortaveltu í september.

Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis. Kemur þar fram að samkvæmt tölum Seðlabankans nam kreditkortavelta í síðasta mánuði rétt rúmum 24 milljörðum kr. og er það ríflega 1% meiri velta en á sama tíma í fyrra, ef leiðrétt er fyrir verðlags- og gengisbreytingum.

Milli mánaða dróst kreditkortaveltan hins vegar saman um tæplega 7%, en þar ber að hafa í huga að velta ágústmánaðar var afar mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×