Viðskipti erlent

Rauður dagur í Tokyo

MYND/AFP

Hlutabréf á japönskum mörkuðum féllu í verði í dag. Þegar markaðir lokuðu í morgun hafði Nikkei vísitalan fallið um 1,3 prósent.

Vaxandi áhyggjur fjárfesta af afkomu bandarískra fjármálafyrirtækja ollu því að hlutabréf lækkuðu í verði. Mest lækkuðu hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Mitsubishi UFJ Financial Group féll um 6 prósent og hefur fyrirtækið ekki fallið meira á einum degi síðan 23. maí í fyrra. Þá féllu hlutabréf í Sumitomo Mitsui Financial Group um 5,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×