Fleiri fréttir Sími fyrir fullorðna Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í. 19.3.2007 10:49 A380 til Bandaríkjanna Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum. 19.3.2007 08:32 Sigurður og Hreiðar fá kaupréttarsamninga Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra og stjórnarformanni Kaupþings hefur verið úthlutaður kaupréttur á tveimur og hálfri milljón hluta með framvirkum samningum. Þeir mega kaupa hlutina á genginu 1007, sem er lokagengi bréfa í bankanum þann 16. mars, þriðjung í einu á árunum 2009, 2010 og 2011. 19.3.2007 08:07 Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. 19.3.2007 05:15 Útiloka ekki verðfall á danska húsnæðismarkaðnum Hugsanlegt er að fasteignaverð í Danmörku falli um allt að fjórðung á næstu árum að því er fasteignasérfræðingur við Viskiptaháskólann í Kaupmannahöfn segir í samtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende í dag. 18.3.2007 13:52 Bílar skiptist á upplýsingum Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum. 17.3.2007 16:17 Samstarfsmaður Blacks nær sáttum David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika. 17.3.2007 12:00 Kaupþing hyggur á landvinninga í Miðausturlöndum Kaupþing banki undirbýr nú að hefja starfsemi í Miðausturlöndum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands verður starfseminni stýrt frá Persaflóa og er bankinn í viðræðum við eftirlitsaðila á svæðinu til að afla sér nauðsynlegra starfsheimilda. 17.3.2007 11:15 Atorka eykur við sig í Interbulk Atorka Group hefur eignast rúm fjörutíu prósent hlutafjár í InterBulk Investments, þriðja stærsta félagi heims í tankgámaflutningum fyrir efnaiðnað, en átti fyrir 24 prósent. Félagið hefur skráð sig fyrir kaupum á nýju hlutafé í Interbulk fyrir 2,6 milljarða króna. 17.3.2007 06:00 Hafnar orðrómi um okur Innan við þrjú prósent af hagnaði Kaupþings í fyrra kemur af viðskiptabankastarfsemi hér á landi að sögn Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns bankanns. 17.3.2007 05:30 Hagnaður MP tvöfaldast á milli ára Hagnaður MP Fjárfestingarbanka var ríflega tvöfalt meiri árið 2006 en árið áður. Alls hagnaðist bankinn um 1.316 milljónir króna samanborið við 613 milljónir árið 2005. 17.3.2007 05:00 Í austurvegi Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins. 17.3.2007 05:00 Glitnir eignast meirihluta í FIM Group Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl. 16.3.2007 16:33 Metárhjá MP Fjárfestingarbanka MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna. 16.3.2007 10:46 Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 16.3.2007 09:09 Hlutafé Exista fært í evrur Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. 16.3.2007 00:01 Vodafone skrifar undir á Indlandi Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. 16.3.2007 00:01 Greiningardeildir segja mat Fitch ekki koma á óvart Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. Greiningardeildir bankanna segja matið ekki koma á óvart. 15.3.2007 18:43 Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. 15.3.2007 16:13 Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins. 15.3.2007 15:40 Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum. 15.3.2007 15:00 Refresco kaupir í Bretlandi Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi. 15.3.2007 14:22 Stjórn Existu með heimild til hlutafjárútgáfu í evrum Samþykkt var á aðalfundi Existu í gær að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. 15.3.2007 10:13 Markaðir jafna sig eftir dýfu Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa verið á uppleið eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. 15.3.2007 10:01 Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag. 15.3.2007 09:37 Lítil breyting á bandarískum mörkuðum Gengi hlutabréfa var svo til óbreytt við opnun markaða í Bandaríkjunum fyrir stundu. Þá hækkaði heimsmarkaðsverð á hráolíu en búist er við að Orkumálaráðneyti Bandaríkjanna greini frá því í vikulegri skýrslu sinni í dag að olíubirgðir hafi minnkað saman fimmtu vikuna í röð. 14.3.2007 14:31 Methagnaður hjá Lehman Brothers Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Borthers, fjórði stærsti fjárfestabanki vestanhafs, skilaði hagnaði upp á 1,13 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 76,83 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi 2006. Þetta er metafkoma í sögu bankans. 14.3.2007 13:27 Viðsnúningur hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári. 14.3.2007 12:38 Hlutabréf lækka í Evrópu Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse og Deutsche Bank. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent í Kauphöll Íslands í dag. 14.3.2007 11:36 Slæm staða á bandaríska íbúðalánamarkaðnum Vanskil á fasteignalánamarkaði og eignaupptaka vegna ógreiddra lána hafa ekki veri með verra móti í Bandaríkjunum í 37 ár, samkvæmt upplýsingum frá samtökum banka á íbúðalánamarkaði þar í landi. Samtökin segja ástandið sérstaklega slæmt enda hefur þetta haft áhrif á fjármálastofnanir á Wall Street í Bandaríkjunum. 14.3.2007 09:34 Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands. 14.3.2007 09:20 Sir Tom Hunter stærstur í Jötni Jötunn Holding, sem er eignarhaldsfélag að stærstum hluta í eigu Baugs Group og Sir Toms Hunter, ríkasta manns Skotlands, eignaðist 4,5 prósent hlutafjár í Glitni í síðustu viku. 14.3.2007 06:15 Sjötíu milljarðar króna í arðgreiðslur Stærstu fjármálafyrirtækin greiða út hærri arð en áður hefur þekkst. Þrjú félög borga yfir tíu milljarða til eigenda sinna. Ríkið fær yfir sjö milljarða króna í skatttekjur. 14.3.2007 06:15 Tékkheftið á grafarbakkanum Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd. 14.3.2007 06:00 Seljendur fyrirtækja telja sig ekki fá nóg Ný alþjóðleg könnun KPMG sýnir að seljendur telja sig ekki ná að hámarka hagnað sinn. Fagleg vinnubrögð sækja á. 14.3.2007 06:00 Síminn í fallegt hjónaband Síminn hefur keypt að fullu breska símafélagið Aerofone með það fyrir augum að efla þjónustuna við viðskiptavini Símans í Bretlandi. Hjá Aerofone, sem var stofnað árið 1985, starfa um 50 manns og nemur velta félagsins um 1,6 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Símanum. 14.3.2007 06:00 Sautján útskrifast úr skóla SÞ Í síðustu viku útskrifuðust sautján nemendur úr Sjávarútvegs-skóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi. Nemendurnir í ár voru frá Kenía, Tansaníu, Srí Lanka, Úganda, Grænhöfðaeyjum, Íran, Kína, Malasíu, Kúbu, Vanúatú, Tonga, Namibíu og Máritíus. Allir hafa þeir dvalið hér frá því í september en snúa nú hver af öðrum aftur til starfa í heimalöndum sínum. 14.3.2007 06:00 Nýr vefur um netöryggi Á vefnum Netöryggi.is, nýendurbættum vef Póst- og fjarskiptastofnunar, er fjallað um margvísleg öryggismál internetsins. Vefurinn var fyrst settur í loftið fyrir um ári, en hefur nú verið endurbættur. 14.3.2007 06:00 Aðlögunarhæfni í farteskinu Öll él birtir upp um síðir, segir máltækið. Óveðrið í íslensku fjármálalífi, sem hófst fyrir rúmu ári með endurskoðaðri einkunnagjöf Fitch Ratings vegna ríkissjóðs Íslands, gekk yfir á skömmum tíma. 14.3.2007 06:00 Flaga úr tapi í hagnað Flaga skilaði tæplega 661 þúsund dala hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi sem eru tæplega 45 milljónir íslenskra króna. Félagið tapaði 1.445 þúsund bandaríkjadölum á sama tíma árið 2005 (98 milljónum króna). 14.3.2007 05:45 Horft til samruna þriggja sparisjóða Verið er að leggja lokahönd á sameiningu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar í einn sparisjóð og er beðið eftir bréfi frá FME. Þetta segir Gísli Kjartansson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem á sparisjóðina tvo að langstærstum hluta. Ekki liggur fyrir hvert nafn hins nýja sparisjóðs verður. Samanlagt högnuðust nágrannasparisjóðirnir um áttatíu milljónir króna í fyrra. 14.3.2007 05:30 Lífeyrissjóðurinn Stapi verður til við sameiningu Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Norðurlands verða sameinaðir, fáist samþykki Fjármálaráðuneytisins fyrir því. Nýi sjóðurinn fær nafnið Stapi og verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. 14.3.2007 05:30 JP Morgan stærstur í vogunarsjóðum Fjárfestingabankinn JP Morgan er heimsins stærsti eigandi vogunarsjóða samkvæmt tímaritinu Absolute Return. Eignastýringararmur fyrirtækisins óx um 74 prósent á síðasta ári sem rakið er til kaupa á Highbridge Capital Management árið áður. Eignir, sem bankinn var með í stýringu, námu 2.278 milljörðum króna. 14.3.2007 05:30 Ýmsar nýjungar í læknisfræði Breska ráðgjafarfyrirtækið Team vinnur að því að hanna nýstárleg tæki fyrir líftækni- og heilbrigðisgeirann. 14.3.2007 05:15 Tveir milljarðar í tap en framlegð hækkar HB Grandi skilaði 1.980 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við 549 milljóna króna hagnað árið áður. Á fjórða ársfjórðungi tapaði félagið 943 milljónum á móti 387 milljóna króna tapi árið 2005. 14.3.2007 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Sími fyrir fullorðna Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í. 19.3.2007 10:49
A380 til Bandaríkjanna Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum. 19.3.2007 08:32
Sigurður og Hreiðar fá kaupréttarsamninga Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra og stjórnarformanni Kaupþings hefur verið úthlutaður kaupréttur á tveimur og hálfri milljón hluta með framvirkum samningum. Þeir mega kaupa hlutina á genginu 1007, sem er lokagengi bréfa í bankanum þann 16. mars, þriðjung í einu á árunum 2009, 2010 og 2011. 19.3.2007 08:07
Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. 19.3.2007 05:15
Útiloka ekki verðfall á danska húsnæðismarkaðnum Hugsanlegt er að fasteignaverð í Danmörku falli um allt að fjórðung á næstu árum að því er fasteignasérfræðingur við Viskiptaháskólann í Kaupmannahöfn segir í samtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende í dag. 18.3.2007 13:52
Bílar skiptist á upplýsingum Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum. 17.3.2007 16:17
Samstarfsmaður Blacks nær sáttum David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika. 17.3.2007 12:00
Kaupþing hyggur á landvinninga í Miðausturlöndum Kaupþing banki undirbýr nú að hefja starfsemi í Miðausturlöndum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands verður starfseminni stýrt frá Persaflóa og er bankinn í viðræðum við eftirlitsaðila á svæðinu til að afla sér nauðsynlegra starfsheimilda. 17.3.2007 11:15
Atorka eykur við sig í Interbulk Atorka Group hefur eignast rúm fjörutíu prósent hlutafjár í InterBulk Investments, þriðja stærsta félagi heims í tankgámaflutningum fyrir efnaiðnað, en átti fyrir 24 prósent. Félagið hefur skráð sig fyrir kaupum á nýju hlutafé í Interbulk fyrir 2,6 milljarða króna. 17.3.2007 06:00
Hafnar orðrómi um okur Innan við þrjú prósent af hagnaði Kaupþings í fyrra kemur af viðskiptabankastarfsemi hér á landi að sögn Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns bankanns. 17.3.2007 05:30
Hagnaður MP tvöfaldast á milli ára Hagnaður MP Fjárfestingarbanka var ríflega tvöfalt meiri árið 2006 en árið áður. Alls hagnaðist bankinn um 1.316 milljónir króna samanborið við 613 milljónir árið 2005. 17.3.2007 05:00
Í austurvegi Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins. 17.3.2007 05:00
Glitnir eignast meirihluta í FIM Group Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl. 16.3.2007 16:33
Metárhjá MP Fjárfestingarbanka MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna. 16.3.2007 10:46
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 16.3.2007 09:09
Hlutafé Exista fært í evrur Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. 16.3.2007 00:01
Vodafone skrifar undir á Indlandi Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. 16.3.2007 00:01
Greiningardeildir segja mat Fitch ekki koma á óvart Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. Greiningardeildir bankanna segja matið ekki koma á óvart. 15.3.2007 18:43
Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. 15.3.2007 16:13
Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins. 15.3.2007 15:40
Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum. 15.3.2007 15:00
Refresco kaupir í Bretlandi Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi. 15.3.2007 14:22
Stjórn Existu með heimild til hlutafjárútgáfu í evrum Samþykkt var á aðalfundi Existu í gær að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. 15.3.2007 10:13
Markaðir jafna sig eftir dýfu Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa verið á uppleið eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. 15.3.2007 10:01
Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag. 15.3.2007 09:37
Lítil breyting á bandarískum mörkuðum Gengi hlutabréfa var svo til óbreytt við opnun markaða í Bandaríkjunum fyrir stundu. Þá hækkaði heimsmarkaðsverð á hráolíu en búist er við að Orkumálaráðneyti Bandaríkjanna greini frá því í vikulegri skýrslu sinni í dag að olíubirgðir hafi minnkað saman fimmtu vikuna í röð. 14.3.2007 14:31
Methagnaður hjá Lehman Brothers Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Borthers, fjórði stærsti fjárfestabanki vestanhafs, skilaði hagnaði upp á 1,13 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 76,83 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi 2006. Þetta er metafkoma í sögu bankans. 14.3.2007 13:27
Viðsnúningur hjá General Motors Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári. 14.3.2007 12:38
Hlutabréf lækka í Evrópu Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse og Deutsche Bank. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent í Kauphöll Íslands í dag. 14.3.2007 11:36
Slæm staða á bandaríska íbúðalánamarkaðnum Vanskil á fasteignalánamarkaði og eignaupptaka vegna ógreiddra lána hafa ekki veri með verra móti í Bandaríkjunum í 37 ár, samkvæmt upplýsingum frá samtökum banka á íbúðalánamarkaði þar í landi. Samtökin segja ástandið sérstaklega slæmt enda hefur þetta haft áhrif á fjármálastofnanir á Wall Street í Bandaríkjunum. 14.3.2007 09:34
Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands. 14.3.2007 09:20
Sir Tom Hunter stærstur í Jötni Jötunn Holding, sem er eignarhaldsfélag að stærstum hluta í eigu Baugs Group og Sir Toms Hunter, ríkasta manns Skotlands, eignaðist 4,5 prósent hlutafjár í Glitni í síðustu viku. 14.3.2007 06:15
Sjötíu milljarðar króna í arðgreiðslur Stærstu fjármálafyrirtækin greiða út hærri arð en áður hefur þekkst. Þrjú félög borga yfir tíu milljarða til eigenda sinna. Ríkið fær yfir sjö milljarða króna í skatttekjur. 14.3.2007 06:15
Tékkheftið á grafarbakkanum Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd. 14.3.2007 06:00
Seljendur fyrirtækja telja sig ekki fá nóg Ný alþjóðleg könnun KPMG sýnir að seljendur telja sig ekki ná að hámarka hagnað sinn. Fagleg vinnubrögð sækja á. 14.3.2007 06:00
Síminn í fallegt hjónaband Síminn hefur keypt að fullu breska símafélagið Aerofone með það fyrir augum að efla þjónustuna við viðskiptavini Símans í Bretlandi. Hjá Aerofone, sem var stofnað árið 1985, starfa um 50 manns og nemur velta félagsins um 1,6 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Símanum. 14.3.2007 06:00
Sautján útskrifast úr skóla SÞ Í síðustu viku útskrifuðust sautján nemendur úr Sjávarútvegs-skóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi. Nemendurnir í ár voru frá Kenía, Tansaníu, Srí Lanka, Úganda, Grænhöfðaeyjum, Íran, Kína, Malasíu, Kúbu, Vanúatú, Tonga, Namibíu og Máritíus. Allir hafa þeir dvalið hér frá því í september en snúa nú hver af öðrum aftur til starfa í heimalöndum sínum. 14.3.2007 06:00
Nýr vefur um netöryggi Á vefnum Netöryggi.is, nýendurbættum vef Póst- og fjarskiptastofnunar, er fjallað um margvísleg öryggismál internetsins. Vefurinn var fyrst settur í loftið fyrir um ári, en hefur nú verið endurbættur. 14.3.2007 06:00
Aðlögunarhæfni í farteskinu Öll él birtir upp um síðir, segir máltækið. Óveðrið í íslensku fjármálalífi, sem hófst fyrir rúmu ári með endurskoðaðri einkunnagjöf Fitch Ratings vegna ríkissjóðs Íslands, gekk yfir á skömmum tíma. 14.3.2007 06:00
Flaga úr tapi í hagnað Flaga skilaði tæplega 661 þúsund dala hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi sem eru tæplega 45 milljónir íslenskra króna. Félagið tapaði 1.445 þúsund bandaríkjadölum á sama tíma árið 2005 (98 milljónum króna). 14.3.2007 05:45
Horft til samruna þriggja sparisjóða Verið er að leggja lokahönd á sameiningu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar í einn sparisjóð og er beðið eftir bréfi frá FME. Þetta segir Gísli Kjartansson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem á sparisjóðina tvo að langstærstum hluta. Ekki liggur fyrir hvert nafn hins nýja sparisjóðs verður. Samanlagt högnuðust nágrannasparisjóðirnir um áttatíu milljónir króna í fyrra. 14.3.2007 05:30
Lífeyrissjóðurinn Stapi verður til við sameiningu Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Norðurlands verða sameinaðir, fáist samþykki Fjármálaráðuneytisins fyrir því. Nýi sjóðurinn fær nafnið Stapi og verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. 14.3.2007 05:30
JP Morgan stærstur í vogunarsjóðum Fjárfestingabankinn JP Morgan er heimsins stærsti eigandi vogunarsjóða samkvæmt tímaritinu Absolute Return. Eignastýringararmur fyrirtækisins óx um 74 prósent á síðasta ári sem rakið er til kaupa á Highbridge Capital Management árið áður. Eignir, sem bankinn var með í stýringu, námu 2.278 milljörðum króna. 14.3.2007 05:30
Ýmsar nýjungar í læknisfræði Breska ráðgjafarfyrirtækið Team vinnur að því að hanna nýstárleg tæki fyrir líftækni- og heilbrigðisgeirann. 14.3.2007 05:15
Tveir milljarðar í tap en framlegð hækkar HB Grandi skilaði 1.980 milljóna króna tapi í fyrra samanborið við 549 milljóna króna hagnað árið áður. Á fjórða ársfjórðungi tapaði félagið 943 milljónum á móti 387 milljóna króna tapi árið 2005. 14.3.2007 05:00