Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðurinn Stapi verður til við sameiningu

Stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins verður til með sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands.
Stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins verður til með sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands.

Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Norðurlands verða sameinaðir, fáist samþykki Fjármálaráðuneytisins fyrir því. Nýi sjóðurinn fær nafnið Stapi og verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.

Hrein eign sameinaðra sjóða til greiðslu lífeyris er um 84 milljarða króna miðað við ársreikninga sjóðanna tveggja og með um 21 þúsund lífeyrisþega. Heildariðgjöld ársins 2006 voru 4,7 milljarðar króna. Sjóðirnir greiddu samtals um 1.918 milljónir króna í lífeyri í fyrra og voru lífeyrisþegar tæplega sex þúsund.

Þrjár konur og þrír karlar munu sitja í stjórn Stapa. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum er fullyrt að jafnt kynjahlutfall sé stórtíðindi innan fjármálafyrirtækis af þessari stærðargráðu og jafnvel einsdæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×