Viðskipti erlent

Útiloka ekki verðfall á danska húsnæðismarkaðnum

Hugsanlegt er að fasteignaverð í Danmörku falli um allt að fjórðung á næstu árum að því er fasteignasérfræðingur við Viskiptaháskólann í Kaupmannahöfn segir í samtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende í dag.

Bent er á í greininni að metfjöldi íbúða sé til sölu á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu og að íbúðir séu farnar að lækka í verði. Segir Jens Lund, sérfræðingur í fasteignamálum hjá Viðskiptaháskólanum, að OECD hafi metið það svo að danski fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim mörkuðum sem séu í mestri hættu á miklu verðfalli. Ekki sé víst að lendingin verði mjúk og sagan segi að ef verð á íbúðum byrji að lækki þá haldi það áfram.

Stærsti banki landsins, Danske Bank, útilokar ekki verðfall upp á 25 prósent sem þýði að íbúðir sem kosta nú 40 milljónir króna lækki í 30 milljónir. Metur bankinn fjórðungslíkur á því að íbúðaverð lækki um fjórðung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×