Fleiri fréttir

Efast um kaup á FlyMe

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterlings, segir að takmarkaður áhugi sé frá bæjardyrum félagsins séð að taka yfir þrotabú sænska lággjaldaflug­félagsins FlyMe. Heimildarmaður Dagens Industri telur líklegt að skiptastjórinn, Rickard Ström, hafi Sterling til skoðunar sem nýjan eiganda og jafnvel Pálma Haraldsson í Fons sem var eitt sinn stærsti hluthafinn í FlyMe.

Minni aukning

Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 0,8 prósent í janúar. Nam aukningin 11,5 milljörðum króna. Eignir sjóðanna stóðu í 1.508 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabankanum.

Sumarfrí blaðamanna

Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar.

Miðstöð líftækni í Bretlandi

Ein af mikilvægari miðstöðvum nýsköpunarfyrirtækja í líftækni í Bretlandi er án nokkurs efa Biocity-þyrpingin í Nottingham.

Áhugi að auka stofnfé SPM

Áhugi er fyrir hendi hjá Borgarbyggð að auka stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) en sveitarfélagið er eini stofnfjáreigandi sparisjóðsins.

Framleiðsla Aston Martin seld

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja framleiðslu á bresku eðalsportbílunum Aston Martin til hóps fjárfesta.

Arður í sekkjum

Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér.

Margir sitja um sænskan vodka

Þrír alþjóðlegir risar á áfengismarkaðnum eru sagðir hafa hug á að kaupa sænska ríkisfyrirtækið Vin & Spirit, sem framleiðir hinn geysivinsæla Absolut vodka. Þetta staðhæfir talsmaður sænsku ríkisstjórnarinnar, sem hefur farið með allt hlutafé í áfengisframleiðandanum í 90 ár.

Breytingar í Holtagörðum

Nýir og gjörbreyttir Holtagarðar verða opnaðir í nóvemberlok. Fjöldi verslana verður í húsinu á tveimur hæðum.

Línur skarast í Bretlandi

Þó svo að fjarskiptaheimurinn sé stór á heimsvísu eru ef til vill ekki svo ýkja mörg fyrirtæki sem bjóða þjónustu í mörgum löndum.

Skaðabótamál höfðað gegn YouTube

Afþreyingarfyrirtækið Viacom, sem meðal annars rekur tónlistarsjónvarpsstöðina MTV, hefur höfðað skaðabótamál gegn myndbandaveitunni YouTube og fyrirtækinu Google, sem er eigandi hennar, fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Neyslan fjármögnuð með kreditkortum

Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkosta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Kreditkortavelta jókst um 12 prósent frá sama tíma fyrir ári en greiningardeild Kaupþings segir það benda til að neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum.

Launakostnaður jókst um allt að 9,4 prósent

Launakostnaður atvinnurekenda fyrir hverja vinnustund jókst um 2,2 til 9,4 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005 til sama tíma fyrir. Mest var hækkunin í iðnaði og minnst í verslun og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Minni hagnaður hjá Félagsbústöðum

Talsvert minni hagnaður var af rekstri Félagsbústaða í fyrra en árið á undan. Hagnaðurinn í fyrra nam 836 milljónum króna samanborið við rúma 4,6 milljarða krónum árið á undan. Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og á og rekur félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Methagnaður hjá Goldman Sachs

Bandaríska fjármálafyrirtækið Goldman Sachs skilaði 3,2 milljarða dala hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem lauk í enda febrúar. Hagnaðurinn jafngildir 215,9 milljörðum íslenskra króna og er methagnaður í sögu fyrirtækisins. Þetta er hins vegar þvert á spár greinenda sem gerðu ráð fyrir því að tekjur Goldman Sachs myndi dragast lítið eitt saman.

Viacom ætlar í mál við Google

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur.

15 þúsund gestir á Tækni og vit 2007

Alls heimsóttu um 15 þúsund gestir stórsýninguna Tækni og vit 2007 sem lauk á sunnudag. Þar með voru um þúsund gestir viðstaddir opnun sýningarinnar. Athyglisverðasta vara sýningarinnar voru valin rafræn skilríki sem kynnt voru á vegum Auðkennis, Landsbankans og fjármálaráðuneytisins.

Sjónvarpsrás þar sem þú ert dagskrárstjóri og framleiðandi

Sjónvarpsrás sem hefur enga eiginlega dagskrárliði - Current TV - er nú að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Sjónvarpsrásin nýtur sívaxandi vinsælda í Bandaríkjunum en Al Gore, fyrrverandi varaforseti er einn stofnenda stöðvarinnar. Í stað þess að sjónvarpa hefðbundnum framleiddum sjónvarpsþáttum og fréttum reiðir rásin sig á þátttöku áhorfenda og myndskeið sem þeir senda inn.

Síminn kaupir breskt símafyrirtæki

Síminn hefur keypt öll hlutabréf í breska farsímafyrirtækinu Aerofone. Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki á breska farsímamarkaðnum. Í tilkynningu frá Símanum segir að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustuna við viðskiptavini félagsins í Bretlandi.

Hagnaður Aer Lingus minnkaði lítillega á milli ára

Hagnaður írska flugfélagsins Aer Lingus nam 90,4 milljónum evra, jafnvirði rétt rúmra 8 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á síðasta ári. Þetta er samdráttur upp á 1,3 prósent á milli ára og skrifast aðallega á hækkun á olíuverði. Barátta Aer Lingus við að verjast yfirtöku írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur kostað félagið 16 milljónir evra, rúma 1,4 milljarða íslenskra króna.

Sjálfkjörið í stjórn Existu

Sjálfkjörið er í næstu stjórn Existu, sem tekur til starfa eftir aðalfund félagsins sem haldinn verður á morgun. Ágúst Guðmundsson, Bogi Óskar Pálsson, Guðmundur Hauksson, Lýður Guðmundsson, Robert Tchenguiz og Sigurjón Rúnar Rafnsson hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu.

Telja fasteignaverð á uppleið

Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar.

Liv Bergþórsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Nova

Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hins nýja fjarskiptafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova. Skýrt var frá þessu á fréttamannafundi eftir hádegið í dag. Lív var áður framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko en þar áður gegndi hún starfi ramkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu hjá Og Vodafone.

Verðbólgan meiri en spáð var

Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir.

Þrjú fjarskiptafyrirtæki sóttu um þriðju kynslóðina

Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun.

Penninn kaupir Tamore í Finnlandi

Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum.

Samruni Fjárfestingarfélags sparisjóðanna og VBS fjárfestingarbanka

Lagt hefur verið til af stjórnum Fjárfestingarfélags sparisjóðanna FSP hf og VSB fjárfestingarbanka hf að félögin verði sameinuð. Fáist til þess samþykki Fjármálaeftirlitsins munu félögin sameinast undir nafni og kennitölu VBS. Með samrunanum yrði til öflugur fjárfestingarbanki með tæplega 17 milljarða króna eignir og sex milljarða í eigið fé.

Hagvöxtur í Japan umfram spár

Hagvöxtur mældist 1,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í Japan í fyrra samanborið við 1,2 prósenta hagvöxt á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum japönsku hagstofunnar. Þetta er ívið meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Hagvöxtur mældist 5,5 prósent á ársgrundvelli í fyrra og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár.

Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma

Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði.

Kínverjar framleiða farþegaþotur

Kínverjar ætla að hefja smíði á stórum farþegaflugvélum sem keppa muni við flugvélarisana á markaðnum, Airbus og Boeing. Flugvélarnar eiga að koma á markað árið 2020. Kínverjar eru þegar byrjaðir á framleiðslu á flugvélum af millistærð fyrir innanlandsflug en fyrsta flugvélin kemur á markað á næsta ári.

Lækkun virðisauka á matvöru skilar sér að hluta

Vísitala neysluverð lækkaði um 0,34 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga sé 5,9 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er mun minni lækkun en gert var ráð fyrir. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur þó skilað sér því á tímabilinu lækkaði verð á mat og drykk um rúm sjö prósent. Verð á veitingum lækkaði þó aðeins um 3,2 prósent.

Industria meðal 50 framsæknustu

Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur útnefnt Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu.

Forseti Íslands heimsótti Tækni og vit 2007

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti í dag sýninguna Tækni og vit 2007 sem haldin er í Fífunni í Kópavogi. Tekið var á móti forsetanum á sýningarsvæði Samtaka iðnaðarinns. Forsetinn gróðursetti sprota á svæðinu en þema sýningarsvæðis SI er gróandi. Ólafur Ragnar sagði það vekja athygli sína hve sýingin væri fjölbreytt og hversu mikið sýnendur hefðu lagt í þróun sinna sýingarsvæða.

Industria eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu

Fyrirtækið Industria er meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu að mati CNBC European Buissnes viðskiptatímaritsins. Í umsögn dómnefndar er Indrustia sagt „geta reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“.

Íbúðalánasjoður hækkar útlánsvexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákvaðið að hækka útlánsvexti sjóðsins úr 4,7 prósentum í 4,75 prósent. Um er að ræða útlán sem einungis má greiða upp gegn greiðslu uppgreiðsluálags. Sambærileg kjör hjá bönkunum liggja á bilinu 4,95-5 prósent.

Sjónvarpið í símann hjá Vodafone

Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn.

Fyrsta tapár hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus skilaði tapi upp á 572 milljónir evra, jafnvirði 50,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta var fyrsta taprekstrarárið í sögu félagsins. Erfitt ár er að baki hjá Airbus, sem í tvígang greindi frá töfum á afhendingu A380 risaþotum frá félaginu.

Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu

Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu.

365 hækka hlutafé og kaupa Innn

365 hf hefur keypt allt hlutafé Innn hf af Fons Eignarhaldsfélagi hf. Stjórn 365 ákvað í gær að hækka hlutafé í félaginu um rúmar 60 milljónir. Hækkunin var nýtt til að kaupa allt hlutafé Innn. Með hækkun hlutafjárins er heimild til hækkunar nýtt að hluta og verður heildarhlutafé þá orðið rúmlega 3,4 milljarðar.

Straumur-Burðarás hugsanlega úr landi

Straumur-Burðarás verður hugsanlega færður til Bretlands eða Írlands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, á aðalfundi bankans í gær.

Peningaskápurinn ...

Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna.

Stýrivextir hækkaðir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í rúm fimm ár. Á sama tíma ákvað Englandsbanki að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur bjuggust flestir við þessum niðurstöðum.

Sjá næstu 50 fréttir