Viðskipti innlent

Sigurður og Hreiðar fá kaupréttarsamninga

Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra og stjórnarformanni Kaupþings hefur verið úthlutaður kaupréttur á tveimur og hálfri milljón hluta með framvirkum samningum. Þeir mega kaupa hlutina á genginu 1007, sem er lokagengi bréfa í bankanum þann 16. mars, þriðjung í einu á árunum 2009, 2010 og 2011.

Sigurður á fyrir 7,4 milljónir hluta í bankanum og kauprétt á rúmum 4 milljónum hluta í viðbót. Fjárhagslega tengdir aðilar eiga 14 þúsund hluti. Hreiðar á nú kauprétt að rúmum 4 milljónum hluta en aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga nú rúmlega 6,5 milljónir hluta í bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×