Viðskipti innlent

Flaga úr tapi í hagnað

Flaga skilaði tæplega 661 þúsund dala hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi sem eru tæplega 45 milljónir íslenskra króna. Félagið tapaði 1.445 þúsund bandaríkjadölum á sama tíma árið 2005 (98 milljónum króna).

Fyrir árið í heild nam tap Flögu 690 þúsund dölum eða 47 milljónum króna.

Tekjur félagsins jukust um 8 prósent á fjórða ársfjórðungi en drógust saman um 7 prósent fyrir árið í heild.

Eiginfjárhlutfall Flögu er hátt, um 65 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×