Viðskipti innlent

Horft til samruna þriggja sparisjóða

Gísli Kjartansson. Í burðarliðnum er að sameina Sparisjóð Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Gísli Kjartansson. Í burðarliðnum er að sameina Sparisjóð Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Verið er að leggja lokahönd á sameiningu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar í einn sparisjóð og er beðið eftir bréfi frá FME. Þetta segir Gísli Kjartansson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem á sparisjóðina tvo að langstærstum hluta. Ekki liggur fyrir hvert nafn hins nýja sparisjóðs verður. Samanlagt högnuðust nágrannasparisjóðirnir um áttatíu milljónir króna í fyrra.

„Þá liggja fyrir viljayfirlýsingar milli Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar að farið verði í viðræður á milli þeirra í framhaldi,“ bendir Gísli á en SPM er meðal stærstu stofnfjáreigenda í Skagafjarðarsjóðnum.

Aðgerðirnar eru liður í því að efla sparisjóðina. „Við lítum svo á að ef við náum þessum þremur sparisjóðum saman þá verður þarna orðinn myndarlegur sjóður sem ætti að vera í vel stakk búið að þjóna mönnum fyrir norðan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×