Viðskipti innlent

Kaupþing hyggur á landvinninga í Miðausturlöndum

Kaupþing banki undirbýr nú að hefja starfsemi í Miðausturlöndum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands verður starfseminni stýrt frá Persaflóa og er bankinn í viðræðum við eftirlitsaðila á svæðinu til að afla sér nauðsynlegra starfsheimilda.

Bankinn mun í fyrstu leggja áherslu á fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu á svæðinu og hefur hann ráðið framkvæmdastjóra fyrir starfsemina á svæðinu. Sá heitir Umar Ali og hefur fimmtán ára reynslu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og starfaði áður hjá HSBC Bank og NatWest Markets, þar sem hann öðlaðist umtalsverða þekkingu á þessum mörkuðum. Kaupþing gerir ráð fyrir að ráða um það bil 10 til 15 starfsmenn á svæðinu á fyrsta starfsárinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×