Hlutafé Exista fært í evrur 16. mars 2007 00:01 Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Á aðalfundi fjármálaþjónustufyrirtækisins Existu í gær var stjórn félagsins veitt heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. Jafnframt var ákveðið að greiða 100 prósent arð af nafnvirði hlutafjár, sem svarar til rúmra 10,8 milljarða króna. Það nemur 29 prósentum af hagnaði félagsins í fyrra.Stjórnvöld hvött til dáðaÁ aðalfundinum lagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, áherslu á sterka stöðu Existu á fjármála- og tryggingamarkaðnum í Norður-Evrópu í gegnum stöðu sína í Kaupþingi og hinu finnska Sampo Group sem Exista á 15,5 prósenta hlut í. Sagði hann að Sampo muni leika stórt hlutverk í endurskipulagningu á norræna fjármálamarkaðnum á næstu árum.Lýður lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun íslenskra stjórnvalda að breyta skattalöggjöfinni til jafns við það sem best gerist á hinum Norðurlöndunum. Hvatti hann stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls og gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Á aðalfundi fjármálaþjónustufyrirtækisins Existu í gær var stjórn félagsins veitt heimild til að gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna telji stjórnin slíkt fýsilegt. Jafnframt var ákveðið að greiða 100 prósent arð af nafnvirði hlutafjár, sem svarar til rúmra 10,8 milljarða króna. Það nemur 29 prósentum af hagnaði félagsins í fyrra.Stjórnvöld hvött til dáðaÁ aðalfundinum lagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, áherslu á sterka stöðu Existu á fjármála- og tryggingamarkaðnum í Norður-Evrópu í gegnum stöðu sína í Kaupþingi og hinu finnska Sampo Group sem Exista á 15,5 prósenta hlut í. Sagði hann að Sampo muni leika stórt hlutverk í endurskipulagningu á norræna fjármálamarkaðnum á næstu árum.Lýður lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun íslenskra stjórnvalda að breyta skattalöggjöfinni til jafns við það sem best gerist á hinum Norðurlöndunum. Hvatti hann stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls og gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira