Markaðir jafna sig eftir dýfu 15. mars 2007 10:01 Úr Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira