Viðskipti innlent

Hafnar orðrómi um okur

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson Stjórnarformaður Kaupþings sagði þrjá milljarða af 100 milljarða hagnaði bankans hafa komið til vegna viðskiptabankastarfsemi á Íslandi.
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson Stjórnarformaður Kaupþings sagði þrjá milljarða af 100 milljarða hagnaði bankans hafa komið til vegna viðskiptabankastarfsemi á Íslandi.

Innan við þrjú prósent af hagnaði Kaupþings í fyrra kemur af viðskiptabankastarfsemi hér á landi að sögn Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns bankanns.

Sigurður upplýsti þetta í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær þar sem hann hafnaði með öllu ósannindum um okur bankanna.

„Kaupþing hagnaðist um 100 milljarða króna fyrir skatt í fyrra. Af þeirri upphæð komu innan við þrír milljarðar króna af viðskiptabankastarfsemi á Íslandi,“ sagði hann og kveður þrjú prósentin tæpu koma af viðskiptum bankans við 75 þúsund einstaklinga og 15 þúsund „örfyrirtæki“ hér á landi.

„Þessar tölur ættu að koma umræðunni á Íslandi í raunhæfara samhengi en verið hefur til þessa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×