Viðskipti innlent

Atorka eykur við sig í Interbulk

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Félagið nær ráðandi stöðu í Interbulk.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Félagið nær ráðandi stöðu í Interbulk.

Atorka Group hefur eignast rúm fjörutíu prósent hlutafjár í InterBulk Investments, þriðja stærsta félagi heims í tankgámaflutningum fyrir efnaiðnað, en átti fyrir 24 prósent. Félagið hefur skráð sig fyrir kaupum á nýju hlutafé í Interbulk fyrir 2,6 milljarða króna.

Interbulk ætlar að nýta hlutafjársöluna ásamt lánsfjármagni frá Bank of Scotland til kaupa á öllu hlutafé í United Transport International (UTI) fyrir 10,3 milljarða króna. Ársvelta Interbulk er áætluð um þrjátíu milljarðar króna eftir kaupin og nær félagið leiðandi stöðu í gámaflutningum á hráefnum fyrir efnaiðnað í Evrópu.

Breska yfirtökunefndin hefur fallist á að leyfa Atorku að fara upp fyrir almenn yfirtökumörk sem miðast við þrjátíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×