Viðskipti erlent

JP Morgan stærstur í vogunarsjóðum

Fjárfestingabankinn JP Morgan er heimsins stærsti eigandi vogunarsjóða samkvæmt tímaritinu Absolute Return. Eignastýringararmur fyrirtækisins óx um 74 prósent á síðasta ári sem rakið er til kaupa á Highbridge Capital Management árið áður. Eignir, sem bankinn var með í stýringu, námu 2.278 milljörðum króna.

Skammt á eftir kemur eignastýring Goldman Sachs sem hélt utan um 2.023 milljarða.

Tímaritið áætlar að eignir vogunarsjóða í heiminum hafi numið 121 þúsund milljörðum króna í árslok en 11,25 prósenta ávöxtun varð á starfsemi þeirra á síðasta ári. Nýmarkaðir skiluðu drjúgum hluta þessarar góðu ávöxtunar. Samkvæmt því stýra tuttugu stærstu sjóðirnir um þriðjungi af heildareignum vogunarsjóða á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×