Fleiri fréttir

Safn hinnar líðandi stundar

Þorgerður Ólafsdóttir skrifar

Það er orðið að árstíðabundinni venju með lækkandi sól að listasenan í heild sinni þurfi að endurtaka hver ávinningur af list sé fyrir samfélagið.

Kaldastríðsklám og íslenskan í Undralandi

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust.

Áfengi í búðir?

Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur skrifar

Ef þú væri sonur Bretlandseyja eða danskur bakari. Þá gætir þú farið út í næstu búð og keypt þér áfengi í sömu andrá og þú kaupir þér mat og batterí í sjónvarpsfjarstýringuna.

Áfengishöft ein mikilvægasta forvörnin

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir.

Leiðréttingin; dómur sögunnar

Bolli Héðinsson skrifar

Það var miður að stjórnmálamenn skyldu fallast á að greina fjölmiðlum frá hvort þeir hafi sótt um leiðréttingu húsnæðislána sinna eða ekki.

Hingað og ekki lengra

Ólafur G. Skúlason skrifar

Ekki er seinna vænna að stjórnvöld komi fram með þær áherslur sem þau hafa í heilbrigðismálum okkar Íslendinga til langframa. Hvað þarf að gerast til að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang, það eflt og byggt upp í fyrri gæðaflokk?

Opið bréf til alþingismanna

Þórður Ásgeirsson og Árni Múli Jónasarson skrifar

Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir.

Viljum við lesskilning?

Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla.

Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja

Hanna Valdís Þorsteinsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar

Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi?

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkur

Kæri Dagur! Ég heiti Linda og er áhyggjufullur tónlistarkennari. Mig langar að biðja þig um aðstoð. Þannig er að mér líður eins og ég sé á sökkvandi skipi og skipstjórinn og þeir hinir í brúnni virðast ekki taka eftir því.

Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni

Sigurjón M. Egilsson skrifar

Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig.

Orkuauðlindin okkar

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur.

Kjarabarátta tónlistarskólakennara

Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar

Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði.

Einföld mótvægisaðgerð sem virkar

Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Flestir hafa sterkar skoðanir á hinum svokallaða matarskatti og þeirri hækkun sem blasir við heimilum landsins með tilkomu hans.

Er heimakennsla leyfð á Íslandi?

Guðni Þór Þrándarson og Marie Legatelois skrifar

Við erum bjartsýn fjölskylda og ánægð með að fá að ala dóttur okkar upp á Íslandi. En áhyggjurnar af því að þurfa að treysta íslenskum grunnskólum fyrir tíu árum af ævi hennar skyggja á

Jafnrétti – er von?

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis.

Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra

Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar

Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar.

Úr neikvæðu í jákvætt

Helgi Haukur Hauksson formaður SUF og Ágúst Bjarni Garðarson varaformaður SUF skrifar

Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda.

Barnasáttmálinn 25 ára!

Margrét María Sigurðardóttir og Erna Reynisdóttir og Bergsteinn Jónsson skrifa

Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára

Auðkennisþjófar á Íslandi

Helgi Teitur Helgason skrifar

Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum.

Skattkerfisbreytingar eru nauðsynlegar

Margrét Sanders skrifar

Nú þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar stendur fyrir dyrum, er nauðsynlegt að ítreka enn einu sinni mikilvægi þess að þær skattkerfisbreytingar, sem lagt er upp með, nái fram að ganga.

Hvert viljum við stefna? Tökum áskoruninni!

Birgir U. Ásgeirsson skrifar

Líffræðikennari á Íslandi spurði hóp 16 ára unglinga við hvað líffræðingar starfa. Fyrst var dauðaþögn, engin svör. Eftir dágóða stund nefndi einn nemandi að líffræðingar gætu jú kannski kennt.

Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti

Ingibjörg Auðunsdóttir og Helga Halldórsdóttir skrifar

Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum.

Meðferð dýra til manneldis óverjandi

Benjamin Sigurgeirsson skrifar

Til þess að viðhalda meintum lífsgæðum, halda uppi hefðum eða vegna vanafestu mannsins þurfa ótal ómennsk dýr að lifa við óviðunandi aðstæður sem fela í sér óþarfa þjáningar og sársauka.

Afhverju viljiði ekki peningana okkar?

Margrét Örnólfsdóttir skrifar

Ekki ætla ég að þykjast vita hvernig á að stýra ríkisfjármálum, en eitt veit ég að peningar eru jafnverðmætir sama hvaðan þeir koma, svo fremi sem þeirra hefur verið aflað með heiðarlegum og virðingarverðum hætti. Og þó ég sé eins langt frá því að vera fjármálasnillingur og hugsast getur þá veit ég þó að það borgar sig að fjárfesta í arðvænlegum verkefnum.

Hvar erum við stödd í dag?

Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar

Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun.

Sigmundur Davíð er Jóhann prins

Bogi Ragnarsson skrifar

Í gærkvöldi lagðist ég upp í rúm með drengnum mínum og hóf að lesa fyrir hann bókina um Hróa Hött.

Hverjir fá?

alþingismenn skrifar

Fjölmörg heimili fá nú leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum. Markmiðið er að skila til baka því "tjóni“ sem heimilin urðu fyrir og færa lánin í þá stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu þeirra í uppnám á árunum 2008 og 2009.

Koma jólin á fasteignamarkaði í ár?

Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar

Engu líkara er en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna.

Er þetta hættuspil?

Jón Sigurðsson skrifar

Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu.

Fréttamaður í heita pottinum

Yngvi Örn Kristinsson skrifar

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi.

Illa ígrunduð hækkun á mat og menningu

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og tónlist hefur verið til umræðu allt frá því í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvörp. Ríkisstjórnin vill hækka virðisaukaskattinn úr sjö prósentum í tólf á þessar vörur

Raddlausa kynslóðin

Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar

Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista.

Eigið fé í kringum núll

Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar

Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu.

Skilið…

Eyjólfur Þorkelsson skrifar

Það er margt sem ég fæ ekki skilið. Ég fæ til dæmis ekki skilið af hverju það ætti að rýra kröfu lækna um leiðréttingu launa að þeir eigi svo gott með að vinna meira. Enda gjaldfellir slíkt sjónarmið alla kjarabaráttu allra stétta.

Heimilin eru undirstaðan

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í sex ár, eða allt frá hruni, barist fyrir því að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Úrtöluraddirnar voru margar og þingmenn þáverandi stjórnarflokka komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili.

Opið bréf til fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis

Guðbjörn Jónsson skrifar

Ég líkt og flestir aðrir hef heyrt umræðuna um hækkun virðisaukaskatts (VSK) af matvöru úr 7% í 14%, til að afla ríkissjóði frekari tekna. Fyrir 20 árum stýrði ég vinnu nefndar á vegum 10 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fjallaði um umfang og eðli svartrar atvinnustarfsemi. Eitt af því sem kom til skoðunar var innheimta VSK

Spítalinn og plágurnar

Sigurður Oddsson skrifar

Læknar komnir í verkfall. Ekki er það gott. Verra gæti það verið, ef engir væru læknarnir, sem gætu farið í verkfall. Í þá átt hefur lengi stefnt. Fyrri ríkisstjórn lagði línurnar og sú nýja stefnir hraðbyri sömu leið.

Spuna- og lekamálaráðuneytið, góðan dag!

Þorvaldur Skúlason skrifar

Svona gæti maður ímyndað sér að svarað væri í símann hjá hinu hægt og rólega nýstofnaða Spuna- og lekamálaráðuneyti okkar Íslendinga.

Blöndum okkur!

Líf Magneudóttir skrifar

Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi.

Stækkum kökuna

Björn Óli Hauksson skrifar

Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings.

Sjá næstu 50 greinar